fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Pressan

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Pressan
Miðvikudaginn 2. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, varar við því að nú í október muni almenningur verða vitni að rætinni áróðursherferð gegn forsetaframbjóðanda demókrata, Kamala Harris. Allt verði gert til að reyna að afbaka persónu og stefnu frambjóðandans. Þetta kom fram í viðtali Clinton við Firing Line.

Clinton segist hafa lent í því sama þegar hún bauð sig fram gegn Donald Trump árið 2016. „Ég meina sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar,“ sagði Clinton og vísaði þar til vinsæla samsærisins, Pizzagate.

Samsærið sem setti allt á hliðina

Sögurnar um pizzagate fóru á flug fyrir kosningarnar 2016 en þar var því haldið fram að lögreglan í New York hefði uppgötvað skipulagðan glæpahring þar sem börn voru seld mansali. Persónulegum tölvupóstum framboðsstjóra Clinton, John Podesta, var lekið á neti í mars 2016 en samsæriskenningarsinnar töldu að í tölvupóstunum mætti lesa dulkóðuð skilaboð sem tengdu valdamikla aðila í demókrataflokknum við barnaníðshring sem væri rekinn frá veitingastaðnum Comet Ping Pong pizzeria í Washingtonborg.

Þessu samsæri var dreift á samfélagsmiðlunum 4chan, 8chan, Reddit og Twitter og vakti málið mikla reiði. Svo mikla reiði að maður einn ákvað sjálfur að láta til sín taka og mætti á veitingastaðinn þar sem hann skaut á læsingu geymsluhurðar með rifli. Eins bárust eiganda staðarins og starfsmönnum líflátshótanir. Pizzagate er talinn undanfarið QAnon-samsæriskenningarinnar og gat af sér afleiddu kenninguna Frazzledrip þar sem Clinton var sökuð um að hafa tekið þátt í því að fórna barni.

Rétt er að geta þess að samsærið hefur ítrekað verið afsannað, meðal annars af Snopes og New York Times. Til dæmis gengu um netið myndir af meintum þolendum barnaníðsins, en þessar myndir reyndust sýna starfsmenn veitingastaðarins með börnum vina og fjölskyldu. Þessar myndir voru teknar af samfélagsmiðlum. Eins kom fram að kjallarinn á veitingastaðnum, þar sem barnaníðshringurinn átti að vera með starfsemi sína, var ekki til. Veitingahúsið hefur engan kjallara.

Ekkert grín að eiga við falsfréttir

Þegar Clinton nefndi pizzagate í samtali við Firing Line mátti heyra hlátur frá áhorfendum, enda þykir samsærið í dag nokkuð galið. „Ekki hlæja,“ sagði Clinton. „Þetta var risafrétt og varð til þess að ungur maður í Norður Karólínu settist upp í bílinn sinn, með riffilinn sinn og keyrði að stað til að bjarga þessum skálduðu börnum og framdi skotárás á pitsastað í Washington. Þetta er hættulegt dæmi. Þetta byrjar á netinu, gjarnan á myrka hluta þess. Svo dreifir þetta sér. Þetta er svo tekið upp af fjölmiðlum sem styðja Trump. Svo fjalla allir aðrir um þetta sem veldur því að útbreiðslan er orðin svo mikil að fólk trúir þessu.“

Sagan eigi eftir að endurtaka sig og netið fyllast af falsfréttum um Harris. Þessar falsfréttir geti svo eins og pizzagate öðlast sitt eigið líf. Síðan nýti erlend ríki á borð við Kína, Íran og Rússland sér þessa óreiðu til að skapa sundrung, upplýsingaóreiðu og til að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. Það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Harris lendi í sínu eigin pizzagate.

„Ég veit ekki hverju verður haldið fram en það verður eitthvað og við þurfum að vinna hörðum höndum að því að afhjúpa falsfréttirnar sem lygarnar sem þær eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“
Pressan
Í gær

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Halifax

Harmleikurinn í Halifax