fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Pressan

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 21:40

Hann er aðalmaðurinn á bak við þróun iPhoen. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir tengja eflaust Steve Jobs og Tim Cook, núverandi forstjóra, við Apple og vinsælustu vörur fyrirtækisins. En fáir vita kannski að Jony Ive, sem var aðalhönnuður Apple, var líklega mikilvægasti starfsmaður fyrirtækisins í tvo áratugi.

Sem aðalhönnuður hafði hann mikið að gera með margar af vinsælustu vörum Apple. Hann kom til dæmis að hönnun og gerð iPod, iPad og iPhone.

Hann hætti hjá Apple 2019 en það þýðir ekki að hann hafi bara legið í leti síðan því hann er að vinna að nýrri vöru, alveg ólíkri öðru sem er á markaðnum.

Í umfjöllun The New York Times staðfestir Ive að hann sé að vinna að nýrri vöru í samvinnu við Sam Altman, forstjóra OpenAI sem er þekktast fyrir ChatGPT.

Orðrómur um samstarfið fór á kreik fyrr á árinu og hann hefur greinilega átt við rök að styðjast.

Lítið er vitað um þessa nýju vöru annað en að vinnan við hana er fjármögnuð af LoveFrom, sem er fyrirtæki í eigu Jony Ive, og Laurene Powell, ekkju Steve Jobs.

Ive og samstarfsfólk hans vonast til að hafa aflað sér eins milljarðs dollara fyrir árslok til að standa straum af kostnaðinum við verkið.

Aðeins tíu manns vita hvert verkefnið er og það eru ekki bara einhverjir sem voru fengnir inn af götunni því Ive tókst meðal annars að lokka Tang Tan og Evans Hankey frá Apple til sín en hann vann með þeim að þróun iPhone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Allt á suðupunkti: Íranir sagðir undirbúa árás á Ísrael

Allt á suðupunkti: Íranir sagðir undirbúa árás á Ísrael
Pressan
Í gær

Bræðurnir voru dæmdir fyrir hrottafengið morð – Nú er komið í ljós að þeir voru saklausir allan tímann

Bræðurnir voru dæmdir fyrir hrottafengið morð – Nú er komið í ljós að þeir voru saklausir allan tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tedrykkja getur lengt lífið

Tedrykkja getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú klukkan 15 regluna? Læknir útskýrir hvers vegna þú ættir að íhuga að fylgja henni

Þekkir þú klukkan 15 regluna? Læknir útskýrir hvers vegna þú ættir að íhuga að fylgja henni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumennirnir grétu þegar þeir opnuðu hlerann – „Það versta sem við höfum upplifað“

Lögreglumennirnir grétu þegar þeir opnuðu hlerann – „Það versta sem við höfum upplifað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er fólk hreinskilnara þegar það er drukkið?

Er fólk hreinskilnara þegar það er drukkið?