Bandarísku geimfararnir Sunita Williams og Barry Wilmore hafa setið föst í Alþjóðlegu geimstöðinni síðan í júní eftir að Boeing geimfar þeirra bilaði. Á laugardaginn var geimfari frá SpaceX skotið á loft en það á að flytja þau til jarðarinnar en það gerist þó ekki fyrr en í febrúar.
Williams og Wilmore áttu bara að dvelja í geimstöðinni í átta daga en það hefur heldur betur teygst úr dvölinni.
Nick Hague, frá Bandaríkjunum, og Rússinn Alexander Gorbunov fóru með geimfarinu, sem var skotið á loft á laugardaginn og munu einnig dvelja í geimstöðinni.