Mjög hefur gustað um Andrés prins á undanförnum árum en hann er sonur Elísabetar Bretadrottningar. Andrés var vinur Epstein og árið 2020 var tilkynnt að hann myndi láta af öllum opinberum hlutverkum sínum vegna tengsla sinna við auðmanninn.
Það var svo í ágúst 2021 að hin bandaríska Virginia Giuffre sakaði Andrés um að hafa nauðgað sér þegar hún var 17 ára. Málið var leyst utan dómstóla í febrúar 2022þannig að Andrés greiddi um tvo milljarða króna í bætur sem runnu meðal annars til góðgerðasamtaka Giuffre.
Dershowitz segir að það engum vafa undiropið að Andrés hefði unnið málið fyrir dómstólum ef það hefði farið alla leið þangað. Segir hann að Andrés hafi verið beittur þrýstingi af móður sinni heitinni og að lokum látið undan.
„Ef hann hefði barist þá held ég að hann hefði unnið. Ég held að málinu hefði verið vísað frá af ýmsum ástæðum,“ segir Dershowitz sem er þrautreyndur prófessor í lögum og hefur meðal annars unnið fyrir OJ Simpson, Julian Assange, Harvey Weinstein og Donald Trump.