fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Stórhættuleg fegrunaraðgerð – 93 Bandaríkjamenn látnir

Pressan
Mánudaginn 29. janúar 2024 19:30

Brazilian butt lift hefur verið afar umdeild. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 93 Bandaríkjamenn hafa látist frá árinu 2009 eftir að hafa gengist undir fegrunaraðgerðir í Dóminíska lýðveldinu.

Ein banvænasta fegrunaraðgerðin, að sögn AP-fréttaveitunnar, er aðgerð sem kallast brazilian butt lift en í henni er fita er notuð til að fylla í rass og mjaðmir. Hafa vinsældir þessarar aðgerðir aukist á undanförnum árum og samhliða því hefur dauðsföllum fjölgað.

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, heldur utan um þessar tölur og létust sem fyrr segir 93, þar af 92 konur, á árunum 2009 til 2022. Frá árinu 2019 hafa um 50 manns látist og er fjölgun dauðsfalla í réttu hlutfalli við auknar vinsældir þessarar tilteknu aðgerðar.

Dóminíska lýðveldið er vinsæll ferðamannastaður og þar er hægt að komast undir hnífinn fyrir pening en í öðrum löndum.

Í umfjöllun AP kemur fram að dauðsföllin séu ekki bara bundin við Dóminíska lýðveldið því þau hafa einnig átt sér stað í öðrum ríkjum, einnig í Bandaríkjunum.

Árið 2020 fjallaði DV um vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi og sagði lýtalæknirinn Hannes Sigurjónsson að þó aðgerðin væri ekki meðal þeirra vinsælustu hér á landi væri mikið spurt um hana.

„Þessi aðgerð fékk á sig slæmt orð vegna tíðra fylgikvilla, sem aðallega voru vegna þess að ósérhæfðir aðilar voru að framkvæma þessar aðgerðir, það er, ekki lýtalæknar, og jafnvel voru þær framkvæmdar í kjallaraíbúðum erlendis, þar sem iðnaðarsilíkoni eða öðrum efnum var komið fyrir í rassinum. En ef þessi aðgerð er gerð af sérhæfðum lýtalækni á faglegan hátt, við viðurkenndar aðstæður og með viðurkenndum aðferðum, þá er tíðni fylgikvilla ekki hærri en við aðrar algengar fegrunaraðgerðir,“ sagði Hannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga