fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Lýsti hryllingsíbúð hjá Airbnb í epískri færslu – Óhreinindi, kakkalakkar, músaskítur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Melanie Rio sem búsett er í Washington í Bandaríkjunum leigði sér íbúð á Airbnb. Rio var allt annað en sátt við aðkomuna og íbúðina og lýsti reynslu sinni á X í epísku ranti eins og sagt er.

Hellti Rio sér yfir leiguþjónustuna og sagði að íbúðin sem kostað hefði hana 2500 dali hefði verið skítug, þar hefði verið leki og fullt af músaskít og kakkalökkum. Íbúðin sem Rio leigði er á þriðju hæð og hafði hún bókað hana í mánuð.

Í færslu sinni á X segist Rio hafa lent í löngu og miklu stappi við leiguþjónustuna áður en hún fékk að lokum endurgreiðslu fyrir íbúðina. Færslan er löng með fullt af myndum og myndböndum af íbúðinni og byrjar Rio færsluna með orðunum: „Nú skulum við bregða á leik og fara í skoðunarferð um eignina sem Airbnb neitar að endurgreiða mér fyrir. Ég er viss um að þeir myndu hata það ef þið deilið þessu, en þetta virðist eina leiðin til að ná athygli þeirra,“ segir Rio. 

Byrjar hún á forstofunni og segir óhreinindin byrja strax þar. Þegar hún hafði farið úr íbúðinni um morguninn hafi hún læst hurðinni, en þegar hún kom til baka var hún ólæst og eina skrúfuna vantaði í boltann. „Gestgjafinn er náttúrulega að gefa í skyn að ég sé of heimsk til að læsa hurð almennilega þrátt fyrir að hafa læst henni tíu sinnum áður.“

Hún deildi mynd af pöddu sem skaust yfir einn vegginn: „Þegar ég kom hingað fyrst var lítill kakkalakki í eldhúsinu. Ég drap hann, sem augljóslega voru mín mistök, vegna þess að Airbnb þjónustuverið vildi sannanir. „Síðan þá hef ég drepið tvo til viðbótar og einn komst í burtu, en hér er sönnun fyrir ykkur. En hér eru ekki bara skordýr, við erum líka með nagdýr. Músaskítur og almennur óþverri á milli ísskáps og skápa. Ef þú heldur að þetta sé eitthvað annað þá hefurður rangt fyrir sér.“

Rio deildi einnig hluta af samskiptum sínum við þjónustuver Airbnb þar sem ráðgjafar báðu hana um að leggja fram sönnun fyrir öllum sem hún kvartaði undan, þar á meðal skorti á heitu vatni, áður en Rio var neitað um endurgreiðslu vegna skorts á sönnunargögnum.

Rio benti einnig á að um leið og hún kom fyrst í íbúðina hafi hún tekið eftir að húsgögnin voru önnur en höfðu verið á myndum af íbúðinni. Sagði hún það svo sem ekki hafa verið mikið vandamál, en næsta sem hún tók eftir var að hitinn var ekki í lagi. Eigandi íbúðarinnar hafi strax sent viðgerðarmann. „Hann fjarlægði síu úr loftræstikerfinu sem var svört. Mér fannst þetta alls ekki í lagi, en hugsaði að kannski væri langt síðan einhver var síðast í íbúðinni.“

Næst tók Rio til við að elda sér kvöldmat, þá virkaði eldavélin illa, gasið kviknaði strax, en mikið bras var að slökkva á því aftur. Aftur sendi eigandi íbúðarinnar mann, að þessu sinni húsvörðinn. Honum tókst ekki að laga eldavélina, en sýndi Rio aðra íbúð í húsinu þar sem eldavélin virkaði. Þegar Rio kom aftur í sína íbúð sá hún fyrsta kakkalakkann, og segist hafa drepið hann, sem greinilega var helbert klúður þar sem þjónustuver Airbnb vildi sannanir og augljóslega getur dautt dýr ekki verið sönnunargagn. Um klukkan 19.30 þetta kvöld hófst svo orðaskak Rio við þjónustuver Airbnb. Þar fær hún þau svör að þeir þurfi fyrst að heyra í eigandanum og muni hafa samband aftur eftir klukkustund, sem þeir stóðu ekki við. Rio ákvað að bíða róleg á meðan, fara í sturtu og svona, en þar beið hennar annar kakkalakki.

Rio segir að eftir heillangt orðaskak við þjónustuverið hafi hún gefist upp, pakkað föggum sínum og farið. Eftir að færsla hennar vakti mikla athygli netverja fékk hún loksins endurgreiðslu á leigunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð