fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Rauðir blettir á höndum Donald Trump vekja athygli – Hvað er þetta eiginlega?

Pressan
Föstudaginn 19. janúar 2024 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd sem sýnir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og væntanlegan forsetaframbjóðanda í kosningunum í haust, veifa til stuðningsmanna sinna hefur vakið talsverða athygli.

Myndin sem um ræðir var tekin af hinum 77 ára Trump þegar hann yfirgaf íbúð sína á Manhattan til að vera viðstaddur dómsmál í ærumeiðingarmáli sem höfðað hefur verið gegn honum.

Það sem vakti athygli voru rauðir blettir, sem líktust einna helst blóði, á hægri hönd Trumps.

Netverjar eiga það til að velta sér upp úr ýmsu og komu fram getgátur um að Trump hefði mögulega slasað sig eða væri haldinn einhvers konar sjúkdómi.

Jonathan reiner, prófessor í læknisfræði við George Washington School of Medicine and Health Sciences, segir að Trump hafi sennilega meitt sig lítillega.

„Það er til dæmis ekki óalgengt að 77 ára gamalt fólk detti. En kosningaliðið hans ætti að útskýra málið,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X.

Joshua Zeichner, aðstoðarprófessor í húðlækningum við Mount Sinai-sjúkrahúsið, segir að Trump gæti verið með útbrot og ýmsar ástæður gætu legið að baki. Mögulega væri hann að glíma við handþurrk og þá gæti hann hafa fengið blöðrur á hendurnar eftir að hafa spilað golf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár