fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Svört spá Star Trek fyrir árið 2024 sögð hafa ræst

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 13. janúar 2024 09:30

Skjáskot úr kynningarstiklu fyrir nýjustu Star Trek kvikmyndina/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan 1966 hafa verið framleiddar 11 sjónvarpsþáttaráðir og 13 kvikmyndir undir merkjum Star Trek, í Bandaríkjunum. Sögusvið Star Trek er framtíðin og órravíddir himingeimsins en það er misjafnt eftir þáttaröðum og kvikmyndum hvort sagan á sér stað á 22. öld, 23. öld, 24. öld eða í fjarlægari framtíð. Í Star Trek hefur verið varpað fram ýmsum spádómum um hvernig framtíðin, sem í mörgum tilfellum er fortíðin í Star Trek, mun líta út. Helsta þemað í Star Trek er að mannkynið gangi í gegnum mikla erfiðleika á 21. öld en að við taki réttlátari og jafnari heimur eftir það.

Sumir spádóma Star Trek hafa ekki ræst eins og þegar sagt var í fyrstu þáttunum, sem gerðir voru á sjöunda áratug síðustu aldar en gerðust á 24. öld, að stríð hefði geisað á tíunda áratug 20. aldar vegna tilrauna með erfðabreytingar á mönnum. Koma á eftir í ljós hins vegar hvort sumir spádómar Star Trek rætast eins og að þriðja heimsstyrjöldin muni skella á 2026.

Í nýlegri umfjöllun BBC kemur hins vegar fram að í einni Star Trek þáttaröð, frá 10. áratug síðustu aldar sem hefur 23. öld sem sögusvið, hafi komið fram ófagrar lýsingar á árinu 2024 sem passi vel við stöðu mála ekki síst í Bandaríkjunum.

Sönn mynd af heimilisleysi

Þá er átt við stöðu heimilislausra og þá viðleitni mannkyns að hunsa vandamálið fremur en að leysa það.

Í einum þátta þáttaraðarinnar Star Trek: Deep Space Nine, sem sýnd var í bandarísku sjónvarpi á árunum 1993-1999, lenda aðalpersónur þáttanna á árinu 2024 en sögusvið þeirra er 24. öldin. Þessi tiltekni þáttur var frumsýndur í janúar 1995.

Persónurnar lenda í San Francisco og tvær þeirra eru handteknar fyrir að vera heimilislausar. Skýringarnar sem gefnar eru upp eru þær að það sé bannað samkvæmt lögum að sofa á götunni. Persónurnar eru fluttar í sérstakar búðir sem sagðar eru hafa þann tilgang að aðskilja heimilis- og atvinnulausa frá öðrum íbúum samfélagsins. Slíkar búðir eru sagðar hafa verið þá í öllum helstu borgum Bandaríkjanna

Það rifjast þá upp fyrir persónunum, sem koma úr framtíðinni, að árið 2024 hafi fólkið sem var í haldi í búðunum gert uppreisn. Því hafi fylgt mikið ofbeldi en að niðurstaðan hafi á endanum verið sú að öllum slíkum búðum var lokað og þá fyrst hafi Bandaríkin farið að takast á við þau félagslegu vandamál sem heimilisleysið hafi verið afleiðing af.

Handritshöfundar þáttarins höfðu stöðu heimilislausra í Bandaríkjunum á tíunda áratug síðustu aldar í huga og þau óþægindi sem persónurnar tjá við að rifja upp þessa sögu er tákn fyrir óþægindi samfélagsins við að ræða opinskátt um stöðu heimilislausra. Búðirnar í þættinum tákna síðan algjöra hunsun bandarísks samfélags á þessu máli þegar þátturinn var fyrst sýndur.

Vandinn versnar stöðugt

Fjöldi heimilislausra í Bandaríkjunum hefur vaxið mikið á þeim þeim tæpu 30 árum sem liðin eru síðan þátturinn var fyrst sýndur.

Árið 1990 voru 228.621 einstaklingar heimilislausir í Bandaríkjunum en það er mat ráðuneytis húsnæðismála að á síðasta ári hafi 653.100 manns verið heimilislausir. Taka verður þeim tölum með miklum fyrirvara þar sem erfitt er að komast að óyggjandi niðurstöðu um fjölda heimilislausra og líklegt er að fjöldinn hafi lengi verið vanmetinn.

Sérfræðingur í opinberri stefnumótun segir vandamálið iðulega hunsað og að fólk kvarti yfir því að þurfa að horfa upp á heimilislausa á götum úti í stað þess að kvarta yfir því sem veldur heimilisleysi.

Búðir eins og þær sem sjá má í umræddum Star Trek þætti eru ekki til í raunveruleikanum en í sumum borgum eru sérstök svæði eyrnamerkt heimilislausum. Þeir geta tjaldað á sumum svæðanna og fengið aðgang að vatni og rafmagni. Sérfræðingurinn segir slíkar lausnir þó aðeins tímabundar.

Þótt þátturinn sé skáldskapur og að spádómar hans hafi ekki ræst að öllu leyti þá er ljóst að verið er að fjalla um samtíma handsritshöfundanna og þar sem heimilisleysið hefur bara versnað segir fólk, sem kom að gerð þáttarins og raunar fleiri, þáttinn fela í sér sannleikann um hvernig tekist er á við stöðu heimilislausra í  Bandaríkjunum.

Í lok þessarar umfjöllunar BBC segir einnig að í þættinum felist sannleikur sem eigi við ekki bara við um Bandaríkin. Það sé sú staðreynd að fólk grípi oft til þess ráðs að líta fram hjá þjáningum annarra í stað þess að horfast í augu við að slíkt eigi sér virkilega stað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn