fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Lögregla skoðar „nýja sviðsmynd“ í máli Anne-Elisabeth Hagen

Pressan
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 14:30

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgátan um hvarf Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs, er enn óleyst rúmum fimm árum eftir hvarf hennar í október 2018.

Anne, sem var 68 ára, hvarf frá heimili sínu þann 31. október það ár og í fyrstu var unnið út frá þeirri tilgátu að henni hafi verið rænt. Í húsinu fannst miði, skrifaður á bjagaðri norsku, þar sem krafist var lausnargjalds fyrir Anne upp á 9 milljónir evra og greiða ætti það í rafmynt.

Á þessum rúmu fimm árum sem liðin eru hefur mikið vatn runnið til sjávar og lögregla skoðað allskonar kenningar. Eftir ítarlega rannsókn málsins taldi lögregla sig geta fullyrt að Anne hefði verið myrt og blóðblettir hefðu fundist á heimili hennar og eiginmanns hennar.

Tom Hagen hefur legið undir grun í málinu undanfarin misseri og var hann handtekinn og kærður fyrir morð, eða aðild í morði, vorið 2020. Hann gengur enn laus og hafa réttarhöld ekki farið fram yfir honum. Sjálfur hefur Tom neitað staðfastlega að hafa átt þátt í hvarfi eða dauða eiginkonu sinnar.

NRK greinir frá því í dag að lögregla skoði nú „nýja sviðsmynd“ í málinu en lögregla vilji ekkert segja til um hvers eðlis sú sviðsmynd er.

Guro Holm Hansen, talsmaður saksóknaraembættisins, segir að rannsóknin sé enn opin. Bæði sé verið að skoða það sem þegar hefur komið fram en einnig nýjar upplýsingar og leggja mat á þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina