USA Today er meðal þeirra miðla sem skýra frá þessu.
Meðal þess sem breska eftirlitsstofnunin Charity Commision gagnrýnir við störf Fashion fro Relief er að samtökin notuðu aðeins 8,5%, af því fé sem safnaðist, til góðgerðarmála. Þess utan er stjórnun samtakanna sögð hafa verið slæm og að lítil sem engin stjórn hafi verið á fjármálum þeirra.
En það sem gerði útslagið í máli Campbell var að hún hafði farið ansi frjálslega með peninga samtakanna í stað þess að láta þurfandi njóta þeirra.
Meðal útgjalda samtakanna fyrir Campbell var að greitt var fyrir gistingu á fimm stjörnu hóteli í Cannes þegar kvikmyndahátíðin fræga fór þar fram. Þess utan greiddu samtökin fyrir dýrar baðferðir hennar, herbergisþjónustu og sígarettur.
Campbell hefur ekki tjáð sig um málið.