The Independent skýrir frá þessu. Vísindamennirnir fóru yfir gögn 100.902 þátttakenda sem áttu sér enga sögu hjartaáfalla, heilablóðfalla eða krabbameins. Þeir komust að því að regluleg tedrykkja tengist minni líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þessi tengsl sáust þó aðeins hjá þeim sem drekka te að minnsta kosti þrisvar í viku. Einnig kom í ljós að það eru ekki eins góð áhrif af að drekka svart te eins og af að drekka grænt te.
Þátttakendum var skipt í tvo hópa sem var fylgst með í sjö ár. Í öðrum hópnum voru þeir sem drekka te þrisvar eða oftar í viku en í hinum þeir sem drekka aldrei te eða sjaldnar en þrisvar sinnum í viku.