fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Sækýr var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur af tígrishákarli

Pressan
Laugardaginn 28. september 2024 12:30

Teikning af hvernig þetta gæti hafa litið út. Mynd:Jaime Bran Sarmiento

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóndi í Venesúela gerði magnaða uppgötvun þegar hann var að vinna á jörð sinni. Hann fann steingerving af fornri sækú sem var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur og étin af tígrishákarli.

Steingervingurinn, sem fannst í norðurhluta Venesúela, er sjaldgæft dæmi um dýr sem var veitt af tveimur mismunandi rándýrum fyrir 23 til 11,6 milljónum ára. Steingervingar geta sýnt hvort dýr hafi verið étið af öðru dýri en oft er erfitt að sjá hvort það var rándýr sem át það er hrææta.

Live Science segir að í tilkynningu frá háskólanum í Zurich sé haft eftir Aldo Benites-Palomino, aðalhöfundi rannsóknarinnar, að uppgötvunin sé ein örfárra sem sýni að fleiri en ein tegund rándýra hafi ráðist á sömu bráðina og að þetta veiti innsýn í hvernig fæðukeðjan var á þessum tíma.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Vertebrate Paleontology, kemur fram að sækýrin hafi verið með djúp tannaför á trýninu. Það bendir að mati vísindamannanna til að krókódíll hafi fyrst ráðist á hana og bitið hana í trýnið til að reyna að kæfa hana. Aðrir áverkar sýna að krókódíllinn hafi dregið kúna og snúið sér dauðahringinn með hana, svipað og krókódílar nútímans gera.

Vísindamennirnir fundu einnig tönn úr tígrishákarli í hnakka kýrinnar og sáu bitför hákarls víða á beinagrindinni. Tígrishákarlar eru stundum sagðir vera „ruslatunna sjávarins“ því tígrishákarlar nútímans eru latir til veiða og leita oft að bráð sem búið er að drepa eða dýrum sem hafa drepist af náttúrulegum orsökum. Þeir virðast einnig hafa gert þetta fyrir milljónum ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við