Metro segir að Evrópska geimferðastofnunin ESA hafi birt mynd af andlitinu á Instagram en stofnunin hefur mælt magn ýmissa gastegunda á Mars frá 2016.
Í texta með myndinni segir ESA að ExoMars Trace Gas Orbiter geimfarið hafi fundið klóríð og salt á svæðinu en þarna voru áður ár, vötn og hugsanlega höf. Þessar leifa klóríðs og salts geti hugsanlega verið vísbending um að þarna hafi verið líf fyrir milljörðum ára.
Segir ESA að tæplega þúsund svona staðir hafi fundist og þeir veiti nýja innsýn í loftslagið á Mars til forna og möguleikana á að þar hafi verið líf.
Rannsókn um þetta var nýlega birt í vísindaritinu Scientific Data. Þar kemur fram að staðurinn sé mikilvægur því þar geti hafa verið fullkomnar aðstæður fyrir líf og varðveislu og þess vegna sé hann í forgangi þegar kemur að leit að ummerkjum um líf.
Saltið varð eftir þegar vötn á Mars hurfu og sums staðar er saltið eina sönnun þess að vatn hafi verið á plánetunni.