fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Sveðjumorðingjarnir barnungu dæmdir í fangelsi

Pressan
Föstudaginn 27. september 2024 15:30

Shawn Seesahai var 19 ára þegar tólf ára drengir myrtu hann með sveðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir þrettán ára drengir í Bretlandi voru fyrr í dag dæmdir í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að myrða 19 ára mann með sveðju.

DV greindi frá málinu fyrir nokkru þegar drengirnir voru sakfelldir. Þeir voru tólf ára þegar þeir frömdu morðið í nóvember á síðasta ári:

Tólf ára drengir sakfelldir fyrir hrottalegt morð

Einnig var opinberað að annar drengjanna hafði áður en morðið var framið afar slæmt orð á sér:

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Hinn látni hét Shawn Seesahai. Auk þess að höggva í hann með sveðjunni spörkuðu drengirnir í hann, kýldu og stöppuðu á honum.

Í umfjöllun Mirror kemur fram að sveðjan sé 42,5 sentimetra löng. Morðið átti sér stað í borginni Wolverhampton.

Drengirnir veittust að Seesahai og vini hans sem hlupu í burtu en sá fyrrnefndi hrasaði á flóttanum með þessum afleiðingum.

Drengirnir eru þeir yngstu sem dæmdir hafa verið fyrir morð í Bretlandi síðan að hinir 11 ára gömlu  Robert Thompson og Jon Venables voru dæmdir fyrir að myrða hinn 3 ára gamla James Bulger árið 1993, í borginni Liverpool.

Seesahai bjó ekki í Bretlandi heldur á eyjunni Anguilla í Karíbahafi sem er breskt yfirráðasvæði. Hann bjó tímabundið í Birmingham þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð á auga sem ekki var hægt að gera á Anguilla.

Fjölskylda hans þurfti að taka lán til að ferðast til Bretlands til að vera viðstödd réttarhöldin. Harmur hennar er mikill og segir fjölskyldan að dauði Shawn hafi skilið eftir sig hyldýpi í lífi þeirra.

Var alveg sama

Lögmaður annars drengsins sagði að hann hefði ekki sömu getu og fullorðið fólk til að gera sér grein fyrir líklegum afleiðingum gjörða sinna fyrir fram og heldur ekki getu til að hafa stjórn á hegðun sinni. Fullyrti hún að drengurinn sæi mikið eftir gjörðum sínum og að samksipti hans við eldri drengi hafi leitt hann á braut hegðunar af þessu tagi.

Lögmaður hins drengsins fullyrti að morðið hefði ekki verið framið að yfirlögðu ráði og að hann hefði aldrei áður framið glæp af neinu tagi.

Miðað við skilaboðasendingar á milli drengjanna á Snapchat virtist hið meinta samviskubit þeirra ekki rista djúpt. Annar þeirra sagði að honum væri alveg sama og hinn sagðist ekkert vera sorgmæddur.

Afbrotafræðingur segir ljóst að drengirnir hafi alist upp við afar erfiðar aðstæður og að þeir hafi í raun neyðst til að þróa með sér slíka skapgerð til að lifa af og láta samhug með öðru fólki víkja. Sú staðreynd að þeir hafi reglulega farið um með sveðjuna í fórum sínum hafi einnig skapað hjá þeim falskar hugmyndir um að þeir væru ógnvænlegir og sterkir.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl