fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Kötturinn týndist í fríinu – Komst 1.300 km leið heim

Pressan
Föstudaginn 27. september 2024 07:30

Rayne Beau. Mynd:Susanne Anguiano

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní fóru hjónin Benny og Susanne Anguiano í sumarfrí til Yellowstone þjóðgarðinn. Rayne Beau, kötturinn þeirra, var með í för. En svo illa vildi til að hann týndist. En nýlega fengu þau hann aftur eftir að hann hafði ferðast 1.300 kílómetra á eiginn spýtur.

KSBW segir að Rayne Beau hafi virst mjög hissa þegar þau komu í þjóðgarðinn og hafi hlaupið inn í trjáþykknið og týnst. Hjónin leituðu að honum daglega og skildu eftir mat og leikföng fyrir hann í þeirri von að hann rataði aftur til þeirra, en án árangurs.

„Við urðum að fara heim án hans,“ sagði Susanne í samtali við KSBW og bætti við að það hafi verið erfiður dagur því henni hafi fundist hún vera að yfirgefa hann.

Hjónin fóru aftur heim til Kaliforníu og veltu stöðugt fyrir sér hvað hefði orðið um köttinn. En þegar sumarið var að verða liðið fengu þau gleðifréttir. Hringt var í þau frá dýraverndarsamtökum sem sögðu að Rayne Beau hefði fundist í Roseville í Kaliforníu, í um 1.300 km fjarlægð frá Yellowstone.

Það kom sér vel að hann var örmerktur og áttu dýraverndarsamtökin ekki í neinum vandræðum með að finna út hverjir væru eigendur hans. Kona fann hann á ráfi á götu úti og kom honum í hendur samtakanna sem komu honum síðan í hendur eigendanna.

Ekki er vitað hvernig Rayne Beau ferðaðist alla þessa leið, hvort hann hafi virkilega gengið hana eða „fengið far“ með einhverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Létu fjölda dæmdra glæpamanna lausa vegna mistaka

Létu fjölda dæmdra glæpamanna lausa vegna mistaka
Pressan
Í gær

Atlantshafið búið að gleypa þrjú hús við sömu götu á einni viku

Atlantshafið búið að gleypa þrjú hús við sömu götu á einni viku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér vantar fólk til starfa – Meðalmánaðarlaun eru 920.000 krónur

Hér vantar fólk til starfa – Meðalmánaðarlaun eru 920.000 krónur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hana dreymdi um að opna lítinn veitingastað – Varð mun meira en það

Hana dreymdi um að opna lítinn veitingastað – Varð mun meira en það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Göngutúr með heimilishundinn varð mæðgum dýrkeyptur

Göngutúr með heimilishundinn varð mæðgum dýrkeyptur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Iðnaðarmaður gerði óhugnanlega uppgötvun þegar hann gerði við svalagólf

Iðnaðarmaður gerði óhugnanlega uppgötvun þegar hann gerði við svalagólf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda