Ástæðan var að hann væri of hættulegur og að áhugi ferðamanna á honum væri íbúum til ama.
Í apríl á þessu ári var byrjað að fjarlægja stigann en það virðist hafa vakið meiri áhuga á honum en áður. CNN segir að á samfélagsmiðlum megi sjá þekkta einstaklinga, sem halda úti rásum á YouTube og Instagram, hunsa bannið og fara upp þau 4.000 þrep sem liggja upp á topp fjallsins.
Yfirvöld eru að vonum ekki ánægð með þetta og sagði Jason Redulla, yfirmaður björgunarmála á Hawaii, að það sýni sjálfselsku og algjört virðingarleysi að fólk fari upp Haiku-stigann eða Middle Ridge slóðann þar sem öll umferð sé bönnuð.
„Einhver mun slasast eða deyja,“ ef fólk virðir ekki bannið, er haft eftir honum í tilkynningu frá borgaryfirvöldum.