fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Glæpamenn fengu aðgang að heimili Mette-Marit og Hákons

Pressan
Fimmtudaginn 26. september 2024 17:30

Mette Marit krónprinsessa og Hákon krónprins Noregs. Mynd: Rune Hellestad - Corbis/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill vandræðagangur hefur verið á Marius Borg Høiby syni Mette-Marit krónprinsessu Noregs en nú hefur hann skapað enn meiri vandræði fyrir móður sína og stjúpföður, Hákon krónprins, en nú hefur komið upp úr krafsinu að Marius bauð dæmdum glæpamönumm í heimsókn á heimili krónprinshjónanna. Eru þessir aðilar grunaðir um að stela ýmsum verðmætum af heimilinu.

Málið er afhjúpað í fréttum Se og Hør en það kemur í kjölfar þess að Marius komst nýlega í kast við lögin vegna fíkniefnamisferlis, eignaspjalla og ofbeldis gegn fyrrverandi kærustum sínum.

Krónprinshjónin búa á setri sem heitir Skaugum en það er staðsett í sveitarfélaginu Asker sem er um 20 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Osló. Setrið samanstendur af nokkrum byggingum en ekki finnast í fljótu bragði upplýsingar um hversu stórt aðalíbúðarhúsið er.

SKaugum-setrið. Aðalíbúðarhúsið er hægra megin á myndinni. Mynd: Wikimedia Commons. CC BY-SA 4.0.

Se og Hør hefur undir höndum gögn sem sýna fram á að nokkur fjöldi fólks sem er á sakaskrá hafa verið gestir á Skaugum. Bæði hefur fólkið komið í íbúð sem Marius hefur á setrinu en einnig í íbúð krónprinshjónanna. Samkvæmt þessum gögnum hafa verðmætir hlutir sem hafa bæði gildi fyrir konungdæmið sem stofnun og tilfinningalegt gildi fyrir krónprinsinn og fjölskyldu hans horfið af heimilinu.

Margt af þessu fólki mun vera vinir Mariusar og hann hefur boðið þeim reglulega í partí á Skaugum undanfarin ár. Í kjölfar þessara samkoma hefur til að mynda verðmætum borðbúnaði verið stolið af setrinu og þjófarnir hafa reynt að selja þýfið í gegnum uppboðsfyrirtæki en fyrirtækið náði að finna út hvers kyns var og stöðvaði söluferlið.

Marius Borg Høiby. Mynd/Getty

Uppátækin í þessum partíum voru tekin upp á myndbönd af viðstöðddum og á einu þeirra má sjá Marius keyra bifreið á 90 kílómetra hraða í átt að innkeyrslunni á setrinu og klessa hana en á umræddu svæði er 50 kílómetra hámarkshraði.

Vissu af tengslunum við glæpamenn

Lögreglan í Noregi hefur haft Marius og vini hans undir eftirliti í talsverðan tíma. Tveir rannsóknarlögreglumenn í Osló sem starfa í deild sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi ræddu við Marius fyrir um ári. Samtalið var hljóðritað en lögreglumennirnir lýstu áhyggjum sínum við Marius af kókaínneyslu hans og tengslum við fólk sem er grunað um stórtæka sölu á fíkniefnum. Í þessu samtali kom einnig í ljós að Mette-Marit og Hákon vissu vel að meðal vina Mariusar væru dæmdir glæpamenn. Marius sagði við lögreglumennina að hann hefði haft sama vinahóp undafarin áratug og lítið væri hægt að gera til að breyta því.

Vitað er að í einni heimsókn vina Mariusar á Skaugum var móðir hans heima en meðal gestanna voru meðlimir í mótórhjólagenginu alræmda Hells Angels.

Fyrirspurnum Se og Hør til konungshallarinnar vegna málsins hefur ekki verið svarað.

Mjög alvarlegt

Þessir vinir Mariusar hafa meðal annars hlotið dóma fyrir alvarlegt ofbeldi og vörslu kókaíns. Þegar Marius var handtekinn fyrir um hálfum mánuði fyrir að brjóta nálgunarbann gagnvart fyrrverandi kærustu sinni var einn vina hans með í för. Sá einstaklingur hefur hlotið dóm fyrir vörslu fíkniefna og peningaþvætti og var nýlega ákræður fyrir fíkniefnamisferli.

Meðal annarra vina Mariusar er stórtækur kókaínsali sem hefur tengsl við umfangsmikið fíkniefnamál sem kom upp í Noregi fyrir nokkru sem fólst einkum í því að miklu magni kókaíns var smyglað í bananakössum til landsins frá Suður-Ameríku.

Mahmoud Farahmand þingmaður Hægri flokksins í Noregi, sem er jafn framt sérfræðingur í öryggismálum, lýsir yfir miklum áhyggjum af tengslum stjúpsonar krónprinsins við dæmda glæpamenn. Hann segir ljóst að þessir menn séu síður en svo smáglæpamenn og segir þá hafa nýtt sér þessi tengsl til að styrkja stöðu sína. Farahmand segir trúverðugleika konungdæmisins í verulegri hættu. Það gangi ekki að veita glæpamönnum ákveðið lögmæti með því að umbera þessi tengsl þeirra við konungsfjölskylduna. Hann segir ljóst að skipulögð glæpastarfsemi sem nái yfir landamæri ógni þjóðaröryggi ekki bara Noregs heldur annarra vestrænna ríkja.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“