Rannsókn er hafin á bátnum og líkunum og mun hún væntanlega veita nánari upplýsingar um fjölda látinna og hvaðan báturinn er.
Líkin eru svo rotin að erfitt er að bera kennsl á þau að sögn yfirvalda. Ekki er vitað hversu lengi báturinn var á reki.
Talið er að fólkið hafi verið á leið frá vestanverðri Afríku til Kanaríeyja en þetta er vel þekkt leið fyrir förufólk sem vill komast til Spánar. En þetta er ein hættulegast leiðin sem förufólk fer.
Á fyrstu fimm mánuðum ársins létust um 5.000 manns við að reyna að komast þessa leið til Kanaríeyja. Það svarar til þess að 33 hafi látist á degi hverjum.
Á síðasta ári létust 6.618 við að reyna að komast þessa leið og er dánartalan á þessu ári nú að ná þessari tölu.
Rúmlega 22.000 hafa komist þessa leið til Kanaríeyja á þessu ári. Það eru rúmlega tvöfalt fleiri en á síðasta ári.