fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Banki varar fólk við – Svikahrappar gætu notað þessa aðferð til að blekkja mikinn fjölda fólks

Pressan
Fimmtudaginn 26. september 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með nokkurra sekúndna hljóðbroti úr myndbandi geta svikahrappar, með aðstoð gervigreindar, búið til eftirlíkingu af rödd fólks og notað hana til að blekkja fólk til að svíkja peninga út úr því.

Með þessu eiga milljónir manna um allan heim á hættu að verða fórnarlömb svikahrappa sem nota gervigreind til að klóna raddir þeirra.

Þetta kemur fram í aðvörun sem breski Starling bankinn sendi frá sér nýlega.

Í tilkynningunni segir að með aðeins þriggja sekúndna hljóðbroti geti svikahrappar endurgert rödd fólks. Þeir geta því nýtt sér myndbönd sem fólk birtir á samfélagsmiðlum. Þeir geta síðan sett sig í samband við vini og ættingja viðkomandi og notað gervigreindarútgáfuna af rödd viðkomandi til að hringja í viðkomandi og biðja um peninga.

 Mörg hundruð manns hafa nú þegar orðið fyrir barðinu á svindli sem þessu. Niðurstaða könnunar, sem var gerð meðal 3.000 fullorðinna á vegum bankans og Mortar Research, leiddi í ljós að rúmlega fjórðungur hafði orðið fyrir svikum af þessu tagi á síðustu tólf mánuðum.

Einnig kom í ljós að 46% aðspurðra vissi ekki að svik af þessu tagi væru möguleg. Átta prósent sögðust myndu millifæra háar fjárhæðir ef vinir eða ættingjar bæðu um það og skipti þá engu þótt þeim þætti beiðnin undarleg.

„Fólk setur oft efni á Internetið með upptökum af rödd sinni án þess að gera sér í hugarlund að það geri það viðkvæmara fyrir svikum,“ sagði Lisa Grahame, yfirmaður upplýsingaöryggismála hjá Starling bankanum.

Bankinn hvetur fólk til að koma sér saman um „öryggissetningu“, eða eitthvað form lykilorðs, við ættingja sína. Þessa „öryggissetningu“ eða lykilorð þarf þá að nota í símtali til að staðfesta að um viðkomandi sé  að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér vantar fólk til starfa – Meðalmánaðarlaun eru 920.000 krónur

Hér vantar fólk til starfa – Meðalmánaðarlaun eru 920.000 krónur
Pressan
Í gær

Hana dreymdi um að opna lítinn veitingastað – Varð mun meira en það

Hana dreymdi um að opna lítinn veitingastað – Varð mun meira en það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda