fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 03:55

El Mayo meðan hann naut frelsisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 05.30 þann 9. september vöknuðu íbúarnir í mexíkósku borginni Culiacán upp við skothríð. Þarna stóð hersveit skyndilega andspænis liðsmönnum glæpagengis. Til mikils skotbardaga kom þar sem að minnsta kosti einn hermaður féll.

El Pais skýrir frá þessu og segir að klukkan 9 hafi aftur komið til skotbardaga í borginni og hafi einn fallið í honum. Í kjölfarið breiddust átök út um alla borg.

Dagana á eftir voru margir skólar og verslanir lokaðar og skotbardagar héldu áfram. Þetta hafði að vonum mikil áhrif á þá eina milljón manna sem býr í borginni.

Nú er búið að opna suma af skólunum á nýjan leik og standa hermenn vörð um þá. 2.200 hermenn og þjóðvarðliðar hafa verið sendir til borgarinnar til að takast á við glæpagengin en borgarbúar lifa samt sem áður í ótta.

„Þetta er eins og á tímum heimsfaraldursins. Margir glíma við geðrof, kvíða, svefnleysi, stress og mikinn ótta. Við vorum ekki undir þetta búin,“ hefur El Pais eftir einum borgarbúa.

Að minnsta kosti 30 hafa fallið í átökunum og enn fleiri hafa horfið sporlaust. Það eru tveir hópar úr hinum illræmdu Sinaloa-eiturlyfjahring sem takast á í borginni og stundum lendir þeim saman við her og lögreglu.

Þetta eru átök sem sérfræðingar óttuðust og áttu von á að myndu brjótast út. Þau geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íbúa borgarinnar að þeirra sögn.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir að sögn skotbardaga tveggja glæpahópa.

Sinaloa-eiturlyfjahringurinn var stofnaður í lok níunda áratugarins af Joaquin „El Chapo“ Guzman, sem er einn illræmdasti eiturlyfjabaróninn í sögu Mexíkó, og félaga hans Ismael „El Mayo“ Zambada.

„El Mayo“ hélt sig alltaf í skugganum en „El Chapo“ var mun virkari út á við og mun ofbeldisfyllri. En það þýðir ekki að „El Mayo“ hafi ekki einnig tekið þátt í ofbeldisverkum og komið að morðum.

Sinaloa hefur lengi verið stærsti og valdamesti eiturlyfjahringurinn í Mexíkó.

2006 braust stríð út á milli eiturlyfjahringanna í landinu og yfirvalda þegar þáverandi forseti lýsti yfir stríði gegn þeim. Þetta stríð hefur kostað um 420.000 manns lífið að sögn New York Times.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir skotárás á hermenn í Culiacán þann 12. september.

Handtökur

„El Chapo“ var handtekinn 2016 og þremur árum síðar var hann dæmdur í ævilangt fangelsi í Bandaríkjunum. Synir hans tóku þá við stjórnartaumunum í hans hluta af Sinaloa. Þeir eru kallaðir „Los Chapitos“.

Í lok júlí í ár voru Joaquin Guzman Lopez, einn sona „El Chap“, og „El Mayo“ handteknir í El Paso í Bandaríkjunum.

Svo virðist sem Joaquin Guzman Lopez hafi lokkað „El Mayo“ til fundar við sig. Þar var „El Mayo“ numinn á brott og settur upp í flugvél sem flutti hann til Bandaríkjanna þar sem þeir voru handteknir.

Nathan P. Jones, prófessor við Sam Houston State University í Texas, hefur mikla þekkingu á mexíkósku eiturlyfjahringunum og segir hann að það sé þetta sem hratt yfirstandandi átökum af stað.

Hann sagði að í kjölfar handtakanna hafi sérfræðingar óttast mjög að til átaka kæmi á milli tveggja greina í Sinaloa, það er á milli þess hluta sem synir „El Chapo“ stýra og þess sem styðja „El Mayo“.

Það virðist einmitt vera raunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda