fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Hafði ekkert að gera á gamlárskvöld og þáði því boðið frá „skrímslinu“

Pressan
Þriðjudaginn 24. september 2024 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Rodriguez, 37 ára karlmaður, er í hópi þeirra 50 sem hafa verið ákærðir fyrir að nauðga Gisele Pelicot á heimili hennar í Avignon í Frakklandi.

Fyrrverandi eiginmaður Gisele, Dominique Pelicot, sem fengið hefur viðurnefnið Skrímslið í Avignon, hefur játað að hafa byrlað Gisele ólyfjan og boðið fjölda karla að nauðga meðvitundarlausri eiginkonu sinni. Andy er í þessum hópi en réttarhöld í málinu fara nú fram í Frakklandi og er óhætt að segja að málið hafi vakið mikið umtal.

Daily Mail segir frá því að Andy hafi gefið vitnisburð í málinu í morgun og játað að hafa heimsótt hjónin og stundað samræði með Gisele. Hann neitaði þó að um nauðgun hefði verið að ræða þar sem Dominique hefði talið honum trú um að þau hjónin væru saman í ráðum.

Andy er tveggja bana faðir og sagðist hann í vitnastúkunni hafa verið alkóhólisti frá 14 ára aldri og viðurkenndi að nota kókaín endrum og eins. Þá hefði hann áður tekið þátt í svokölluðum swing-lífsstíl þar sem einstaklingar hafa makaskipti.

Hann sagðist hafa fengið skilaboð frá Dominque í gegnum netsíðu sem kallast Coco þegar hann var staddur á bar á gamlárskvöld 2018. Mun Dominique hafa tjáð honum að eiginkona hans, Gisele, væri hrifin af honum og vildi gjarnan sænga hjá honum. Hélt hann því fram að Dominique hefði boðið honum að sofa hjá Gisele á meðan hann horfði á.

Lýsti Andy því að „hann hefði ekki haft neitt sérstakt að gera þetta kvöld“ og því þegið boðið. Fór hann heim í bað og innan við klukkustund síðar var hann kominn heim til hjónanna.

„Ég ætlað mér aldrei að nauðga henni,“ sagði hann og bætti við að hann hefði talið að Gisele væri með í ráðum þó hún hafi verið rænulaus.

Búist er við því að niðurstaða fáist í málinu í desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju
Pressan
Í gær

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump tjáir sig – „Ég varð að komast í burtu“

Melania Trump tjáir sig – „Ég varð að komast í burtu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar