fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda

Pressan
Mánudaginn 23. september 2024 19:30

Luis., til hægri, með bróður sínum, Roger, sem lést fyrr í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn góðan veðurdag í febrúar árið 1951 var Luis Armando Albino að leika sér á leikvelli skammt frá heimili sínu í Oakland í Kaliforníu. Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum þegar spænskumælandi kona með klút á höfðinu nálgaðist hann og bauð honum að koma með sér gegn því að fá sælgæti. Konan hafði hins vegar annað og verra í hyggju því hún rændi unga drengnum og ferðaðist með hann á austurströnd Bandaríkjanna þar sem hann ólst upp. Á sama tíma sat fjölskylda Luis eftir í sárum og nagandi óvissu um hvað hafði orðið um hann. Að nokkrum árum liðnum virtist öll von úti um að hann fyndist á lífi.

Það var svo tæpum 70 árum síðar, árið 2020, að frænka Luis, Alida Alequin, tók DNA-próf „að gamni sínu“ og renndi niðurstöðunum í gegnum gagnagrunn á netinu að hún komst að því að hún ætti mjög skyldan ættingja á austurströnd Bandaríkjanna. Voru líkindin 22% sem þykir býsna mikið og því ljóst að um væri að ræða náskyldan ættingja sem hún þekkti að vísu engin deili á.

Alida reyndi að komast í samband við manninn en án árangurs. Þau leituðu því annarra leiða og flettu í gegnum dagblöð frá árinu 1951 þar sem þau fundu mynd af Luis litla sem tekin var skömmu áður en hann hvarf. Alida leitaði svo til lögreglu og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Komst fjölskyldan loksins í samband við Luis með aðstoð lögreglu og féllst hann á að gangast undir DNA-rannsókn í sumar.

Það var þá sem loksins var staðfest að þarna væri kominn fram Luis Armando Albino sem hvarf árið 1951.

New York Post fjallar um málið en í umfjölluninni kemur fram að lögregla hafi meðal annars á sínum tíma rætt við við eldri bróður Luis, Roger, sem varð vitni að því þegar litla bróður hans var rænt. Umfangsmikil leit var gerð en hún bar engan árangur. Í 54 ár þurfti móðir Luis litla að lifa við óvissu um hvað varð um drenginn, en hún lést árið 2005. Roger hitti svo litla bróður sinn í sumar, skömmu áður en hann lést.

Ekki hefur verið gefið upp hvaða fólk þetta var sem rændi Luis á sínum tíma, en hann virðist þó hafa átt ágætt og nokkuð viðburðaríkt líf. Hann varð slökkviliðsmaður og var í bandaríska hernum þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst. Þá eignaðist hann sín eigin börn og barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið