fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á

Pressan
Mánudaginn 23. september 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára piltur var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi á miðvikudagskvöld eftir að hafa fundist liggjandi á götunni með slæm brunasár. Pilturinn hafði verið á hljómsveitaræfingu í Pembroke Pines í Flórída og var á leið heim til sín á reiðhjóli þegar ógæfan bankaði upp á.

Grunur leikur á að pilturinn, Cameron Day, hafi orðið fyrir eldingu sem dró hann til dauða. Rok og talsverð rigning var á þessum slóðum þegar slysið varð og segist kona, búsett á svæðinu, hafa séð Cameron á hjólinu rétt áður en það skall á með þrumuveðri.

„Það kom skyndilega mikill blossi og hávær þruma. Ég þorði ekki öðru en að fara inn því hávaðinn var mjög, mjög mikill,“ segir konan í samtali við CBS News. Þegar veðrinu hafði slotað fór konan aftur út og sá þá þegar sjúkraflutningamenn voru að flytja drenginn burt skammt frá.

Cameron var með slæm brunasár á brjóstkassa og á nárasvæðinu og þá var hola í stéttinni skammt frá honum sem kom að öllum líkindum eftir eldinguna.

Cameron var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi þetta sama kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið