fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Hver er uppruni kórónuveirunnar? – Eru sannfærðir um að hafa fundið svarið

Pressan
Mánudaginn 23. september 2024 03:16

Kórónuveiran er talin hafa átt upptök í Wuhan í Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaðan barst kórónuveiran, sem veldur COVID-19, í menn? Var það frá leðurblökum? Slapp hún út frá rannsóknarstofu? Eða er uppruni hennar allt annar?

Margar kenningar, þar á meðal margar samsæriskenningar, hafa verið settar fram um uppruna veirunnar sem lagði heimsbyggðina næstum því á hliðina í upphafi áratugarins.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Cell, segjast vísindamenn hafa fundið svarið og eru þeir sannfærðir um að þeir hafi rétt fyrir sér.

Það er „hafið yfir allan vafa“ að veiran átti uppruna sinn á dýramarkaði frekar en á rannsóknarstofu, segir í niðurstöðu bandarísku og frönsku vísindamannanna sem gerðu rannsóknina.

Rannsóknin er sögð ein sú best unna sem gerð hefur verið varðandi uppruna veirunnar.

Vísindamennirnir byggja niðurstöðu sína á greiningu mörg hundruð erfðafræðisýna sem kínverskir embættismenn tóku á dýramarkaðinum í Wuhan á upphafsdögum heimsfaraldursins í janúar 2020. Sjónir vísindamanna beindust einmitt fljótt að markaðnum sem hugsanlegum upptakastað veirunnar og þar með heimsfaraldursins.

The Times skýrir frá þessu og segir að kínversku vísindamennirnir hafi tekið sýni úr búrum, sölubásum og margvíslegum búnaði á markaðnum til að komast að hvaða dýr og veirur voru til staðar þegar faraldurinn braust út.

Vísindamennirnir benda sérstaklega á einn sölubás þar sem veiran grasseraði og þeir hafa gert lista yfir þau dýr sem veiran gæti hafa borist úr í fólk. Á honum eru þvottbjarnahundar, bambusrottur og malasískir jarðbroddgeltir. En leðurblökur og skelfiskur eru ekki á listanum að sögn Le Monde.

Þetta kemur sumum kannski á óvart því lengi hefur verið talið að leðurblökur hafi komið við sögu því tegundin er þekkt fyrir að bera fjölda kórónuveira með sér. En það er ekki þar með sagt að þær hafi ekki komið við sögu því það er útbreidd kenning meðal vísindamanna að veiran hafi komið úr leðurblökum og borist í millilið, einhverja af fyrrgreindum dýrategundum, og frá henni í fólk.

BBC ræddi við Kristian Anders, hjá Scripps Research í Bandaríkjunum, og Michael Worobey, hjá University of Arizona, um rannsóknina sem þeir unnu báðir að. Þeir segja „hafið yfir allan skynsamlegan vafa“ að svona hafi þetta byrjað.

Er þetta þá lokaniðurstaðan um uppruna veirunnar?

Nei.

Í Le Monde benda margir vísindamenn á að rannsóknin feli ekki í sér nein tímamótatíðindi því ekki hafi verið sýnt fram á að einhver af þessum dýrum hafi verið smituð af veirunni. Þeir benda einnig á að rannsóknin byggist á sýnum sem voru tekin eftir að veiran var byrjuð að smitast á milli fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“