fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Fæstir gera þetta en þetta hefur mjög jákvæð áhrif á heilsufarið

Pressan
Sunnudaginn 22. september 2024 12:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er í sjálfu sér ekki flókið en samt sem áður fer því fjarri að allir drekki það magn af vatni daglega sem þeir ættu að gera. Það er svo auðvelt að sleppa því að fá sér sopa, maður finnur sér eitthvað annað að drekka eða gleymir að fylgjast með hversu mikið maður hefur drukkið.

Það er kannski ekki svo hættulegt að sleppa því að drekka nóg af vatni í einn eða tvo daga en langvarandi vökvaskortur getur hafa alvarlegar afleiðingar. Vatn gegnir mikilvægu hlutverki í því að viðhalda jafnvægi í líkamanum, til dæmis hvað varðar hitastig hans og blóðþrýsting.

The News skýrir frá þessu og segir að til að tryggja að fólk fái nægan vökva, þá séu einfaldar aðferðir til að hámarka vatnsneysluna.

Settu þér markmið – Til að geta náð markmiði er mikilvægt að setja sér markmið. Þessi einfalda aðgerð getur verið mjög hvetjandi en um leið hjálpað til við að koma sér upp raunhæfum viðmiðum til að gera jákvæðar breytingar. Fullkomið markmið ætti að vera raunhæft, eitthvað sem er hægt að ná, hægt að mæla og með tímamörkum.

Fáðu þér margnota vatnsflösku – Að vera með vatnsflösku við hendina auðveldar þér að drekka vatn hvar og hvenær sem er. Óháð því hvort þú ert heima, í skóla eða vinnu, margnota flaska gerir út af við afsökunina um að þú þurfir að kaupa vatn. Þess utan er það umhverfisvænt að nota margnota flösku og hún er sífelld áminning um að fá sér sopa, að minnsta kosti þegar hún er innan seilingar.

Haltu þig við vatn -Forðastu orkudrykki og sykraða gosdrykki og haltu þig bara við hreint vatn. Sykraðir drykkir eru slæmir fyrir heilsuna og þeir eru líka dýrir.  Íhugaðu hvort þú eigir kannski að skipta kaffibollanum út með tei eða vatni.

Drekktu vatn fyrir máltíðir – Einfalt ráð til að tryggja næga vatnsdrykkju er að fá sér alltaf eitt glas fyrir hverja máltíð. Þá virkar það eins og áminning og gerir að verkum að þú drekkur þrjú aukaglös af vatni á dag, það er ef þú borðar þrjár máltíðir á dag.

Settu bragð í vatnið – Það er líka allt í laga að setja smá bragð í vatnið til tilbreytingar. Það er til dæmis hægt að setja sítrónu út í eða agúrku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“