Fílar eru í útrýmingarhættu en yfirvöld í Simbabve telja að stofninum stafi ekki mikil ógn þó 200 dýrum verði slátrað. Talið er að 84 þúsund fílar séu í landinu en þeim var síðast slátrað með skipulögðum hætti í Simbabve árið 1988.
Yfirvöld í Namibíu tilkynntu í lok ágúst að þau ætluðu sér að drepa 723 villt dýr til manneldis til að mæta matvælaskorti. Þetta eru 83 fílar, 30 flóðhestar, 60 vísundar, 30 antilópur, 100 gnýir og 300 sebrahestar.