fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Endurteknar meyjarfæðingar tveggja hákarla

Pressan
Laugardaginn 21. september 2024 15:30

Hákarlarnir eignast afkvæmi þrátt fyrir að hafa ekki komið nálægt karldýrum árum saman. Mynd:Esposito et al/Scientific Reports 2024

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir hákarlar, kvendýr, sem eru í ítölsku sjávardýrasafni eignast hvað eftir annað afkvæmi þrátt fyrir að karldýr hafi ekki verið nærri þeim árum saman. Svo virðist sem um mikilvæga líkamsstarfsemi sé að ræða sem bregst við aðstæðum sem þessum til að tryggja viðkomu tegundarinnar.

Live Science skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í rannsókn sem var nýlega birt í vísindaritinu Scientific Reports. Þar kemur fram að tvö kvendýr af tegundinni „Mustelus mustelus“, sem er í útrýmingarhættu, eignist afkvæmi hvað eftir annað þrátt fyrir að engin karldýr hafi komið nærri þeim árum saman. Þessi tegund lifir aðallega í Miðjarðarhafinu og öðrum hafsvæðum þar sem sjórinn er hlýr. Ólöglegar veiðar ógna tilvist tegundarinnar.

Kvendýrin hafa ekki komið nálægt karldýrum í 14 ár. Frá 2020 hafa þau bæði eignast afkvæmi án aðkomu karldýra og er því um „meyjarfæðingar“ að ræða. Þróast eggið þá yfir í afkvæmi án þess að vera frjóvgað af sæði karldýrs. Þetta er sjaldgæft hjá hryggdýrum en hefur sést hjá skriðdýrum eins og krókódílum vatnsslöngum og sumum fisktegundum. Svona lagað hefur aldrei áður sést hjá hákörlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju
Pressan
Í gær

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi