fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Árekstur geimfars NASA við loftstein gæti valdið manngerðu loftsteinaregni hér á jörðinni

Pressan
Laugardaginn 21. september 2024 16:30

Loftsteinn að brenna upp í gufuhvolfinu. Mynd:UK Fireball Alliance

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum síðan klessti DART, geimfar á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, á loftsteininn Dimorphos. Þetta var ekkert óhapp, heldur var verkefni DART einmitt að klessa á loftsteininn.

Hraði DART var 24.000 km/klst við áreksturinn en markmiðið með honum var að breyta stefnu loftsteinsins. Þetta var liður í rannsóknum NASA á hvernig sé hægt að breyta braut loftsteina sem gætu hugsanlega lent í árekstri við jörðina.

En sú hliðarverkun varð af árekstrinum að milljónir örsmárra stykkja úr loftsteininum þjóta nú um geiminn og stefna hugsanlega á jörðina.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar að sögn Live Science.

Þessi stykki gætu komið inn í gufuhvolf jarðarinnar á næstu tíu árum. En það er engin ástæða til að hafa áhyggjur að sögn Eloy Pena-Asensio, aðalhöfundar rannsóknarinnar, sem segir að engin hætta fylgi þessu og það sem við munum upplifa séu fallegar lýsandi rendur á himninum þegar stykkin brenna upp.

Minnstu stykkin munu byrja að koma inn í gufuhvolfið eftir um 10 ár en þau stóru ekki fyrr en eftir um 30 ár því þau fara hægar yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“