fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Stríðsherra ósáttur við Elon Musk: Sakar hann um að hafa gert Cybertruck-bílinn óvirkan

Pressan
Föstudaginn 20. september 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Téténski stríðsherrann Ramzan Kadyrov er allt annað en sáttur við Elon Musk, stofnanda og eiganda Teslu, en hann sakar Musk um að hafa gert Cybertruck-bílinn hans óvirkan á vígvellinum í Úkraínu.

Kadyrov er umdeildur maður en hann lýsti því í sumar að Musk hefði sent honum nýjustu gerðina af Cybertruck. Sú fullyrðing var þó aldrei staðfest, en Kadyrov var meðal annars myndaður aftan á bifreiðinni þar sem búið var að koma fyrir stærðarinnar vélbyssu.

New York Post segir frá því að Kadyrov hafi birt færslu á Telegram þar sem hann segist gruna Musk um græsku. Cybertruck-bíllinn varð nefnilega skyndilega óvirkur á dögunum og þurfti að draga hann í burtu þar sem rússneskir hermenn notuðu hann í Úkraínu.

„Elon Musk hefur hagað sér illa. Hann gefur dýrar gjafir beint frá hjartanu en gerir þær svo óvirkar úr öruggri fjarlægð,“ sagði Kadyrov. Grunar hann að Musk, eða einhver hjá Teslu, hafi einfaldlega slökkt á bílnum og gert hann óvirkan eftir að Kadyrov sagði að hann væri notaður í Úkraínu.

„Þetta er ekki mjög karlmannlegt. Hver gastu gert þetta, Elon?“

Þetta er ekki eini Cybertruck-bíllinn frá Teslu sem Kadyrov hefur sent til Úkraínu því hann keypti sjálfur tvær bifreiðar sem hann afhenti rússneska hernum. Engum sögum fer af því hvort þær séu í lagi.

Eftir að Kadyrov fékk fyrsta bíllinn í sumar lýsti hann yfir gríðarlegri ánægju með hann og bauð hann Elon Musk að koma í heimsókn til Téténíu. „Þeir kalla trukkinn ekki skepnu að ástæðulausu. Ég er viss um að þessi skepna mun koma sér vel fyrir strákana okkar,“ sagði Kadyrov en ólíklegt þykir að Elon Musk muni þekkjast boð Kadyrovs eftir færslu hans á Telegram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök