fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Dæmdur morðingi kennir meintum raðmorðingja um brot sín – „Það sér hver heilvita maður“

Pressan
Föstudaginn 20. september 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðinginn John Bittrolff, sem var sakfelldur árið 2017 fyrir að hafa myrt tvær konur fyrir rúmum tuttugu árum síðan, hefur óskað eftir endurupptöku í máli sínu eftir að meinti raðmorðinginn Rex Heuermann var ákærður fyrir morðið Sandra Costilla.

Bittrolff var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2017 fyrir að hafa myrt Rita Tangredi og Colleen McNamee. Tangredi var 31 árs vændiskona og lík hennar fannst árið 1993. Hún hafði verið kyrkt og barin til dauða og lík hennar hafði verið stillt upp með sérstökum hætti. McNeem var tvítug vændiskona og lík hennar fannst þremur mánuðum síðar. Hún var nakin og hafði verið stillt upp með sérstökum hætti og banamein hennar voru kyrking og barsmíðar. Rannsókn beggja morða gekk hægt en það var ekki fyrr en mörgum árum síðar eftir að bróðir Bittrolff var handtekinn í ótengdu máli. Lögregla komst þannig yfir erfðaefni frá bróður Bittrolff sem reyndist sýna skyldleika við erfðaefni sem fannst á Tangredi og McNamee. Síðar komst lögregla yfir erfðaefni Bittrolff með því að róta í ruslatunnunni hans. Erfðaefnið reyndist passa alfarið við það sem fannst á líkunum.

Lík Söndru Costilla fannst á svipuðum tíma og á svipuðum slóðum. Hún fannst í nóvember árið 1993. Henni hafði verið stillt upp með svipuðum hætti og Tangredi og McNamee. Hún hafði verið kyrkt og orðið fyrir hrottalegum barsmíðum.

Morðin þrjú þóttu það svipuð að líklegast væri að konurnar hefðu verið myrtar af sama aðila. Þær voru allar jaðarsettar konur, smávaxnar og líkum þeirra var komið fyrir í skóglendi eftir að það voru kyrktar. Þær höfðu eins allar orðið fyrir frekari barsmíðum. Eins fannst sag hjá líkunum þremur sem benti til tengsla. Bittrolff var formlega nefndur sakborningur í morði Costilla en lögreglu tókst þó ekki að finna sambærileg sönnunargögn, erfðaefni, til að formlega ákæra hann.

Bittrolff hefur alltaf neitað sök og nú krefst hann þess að til skoðunar verði tekið hvort Heuermann hafi eins banað Tangredi og McNamee. Hann gengst aðeins við því að hafa reglulega haft samfarir við vændiskonur sem hann segir útskýra hvernig erfðaefni hans fannst á líkunum.

Verjandi Bittrolff segir að það sé galið fyrir lögreglu að íhuga ekki þann möguleika að Bittrolff sé saklaus: „Allar þrjár – Sandra, Rita og Colleen – voru myrtar á sama tímabili… allar fundust í skóglendi, fætur þeirra voru sundurglentir, hendurnar yfir höfðum þeirra, og á þær allar vantaði einn skó. Pilsið hafði verið togað yfir andlitið á bæði Colleen og Söndru og saksóknari segir að það hafi fundist viðarsag á öllum þremur líkunum. Það sér hver heilvita maður að sami aðilinn bæri ábyrgð á öllum þessum morðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“