fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Þóttist vera 17 ára en var 27 ára – Verður í fangelsi næstu 40 árin hið minnsta

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Zachary Scheich má eiga von á því að þurfa að vera í fangelsi til æviloka eftir að hann var dæmdur í að lágmarki 85 ára fangelsi fyrir svívirðileg brot.

Zach þessum tókst að villa á sér heimildir síðla árs 2022 og snemma árs 2023 og komast inn í gagnfræðaskóla í borginni Lincoln í Nebraska þar sem einstaklingar á aldrinum 14 til 18 ára stunduðu nám. Virðist sem eini tilgangur hans hafi verið að kynnast stúlkum undir lögaldri og brjóta gegn þeim kynferðislega.

Í umfjöllun Kansas City Star kemur fram að Zach hafi verið tiltölulega lítill og grannur og ekki vakið neinar sérstakar grunsemdir hjá skólayfirvöldum. Hann kom sér í kynni við stúlkur í skólunum, fékk þær til að senda sér kynferðislegar myndir gegn greiðslu og braut svo kynferðislega gegn nokkrum þeirra. Yngsta fórnarlamb hans var þrettán ára stúlka.

Dómur í máli hans féll í síðustu viku og var hann dæmdur í 85 til 120 ára fangelsi fyrir brot sín. Hann getur sótt um reynslulausn eftir 40 ár, eða þegar hann verður tæplega sjötugur.

Kona á þrítugsaldri, Angela Navarro, sem þóttist vera móðir Zachs, hefur verið ákærð fyrir sinn þátt í málinu en hún hefur staðfastlega neitað sök. Enn á eftir að kveða upp dóm í máli hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar