fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Læknir ákærður fyrir 88 nauðganir

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 16:30

Frosta í Noregi. Mynd: Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál skekur nú Noreg en fyrrum yfirlæknir á heilbrigðisstofnun í sveitarfélaginu Frosta, skammt fyrir norðan Þrándheim, hefur verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á 96 konum sem allar sóttu heilbrigðisþjónustu á stofnuninni. Af þessum 96 kynferðisbrotum er um að ræða ákærur fyrir 88 nauðganir.

Norska ríkisútvarpið fjallar mjög ítarlega um málið í dag.

Alls er maðurinn sakaður um að hafa nauðgað konunum á meðan þær voru til skoðunar hjá honum en þær gátu ekki spornað við verknaðinum. Nauðganirnar meintu áttu sér stað á árunum 2004-2022.

Réttarhöldin hefjast 5. nóvember næstkomandi en læknirinn neitar sök.

Hluti af ákæruliðunum er að læknirinn hafi á laun tekið upp myndbönd af því þegar hann var að skoða konurnar.

Fram kemur að konurnar hafi í mörgum tilfellum verið á kvenskoðunarbekk og ekki getað séð nákvæmlega hvað læknirinn var að gera en samkvæmt norskum lögum getur það talist vera nauðgun að troða fingrum eða einhverju öðru upp í leggöng kvenna án samþykkis.

Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu lögreglunni árið 2022 um hugsanleg kynferðisbrot læknisins eftir að fjölmargar kvartanir höfðu borist. Við húsleit á heimili hans fundust myndbönd, alls 6.000 klukkustundir að lengd, af konunum sem hann er ásakaður um að hafa brotið á en uppistaðan í þessum upptökum eru kvenskoðanir sem læknirinn framkvæmdi.

Elstu ásakanirnar frá síðustu öld

Læknirinn segist hafa tekið skoðanirnar upp til að geta sannað að ekkert væri athugavert við þær.

Ásakanir í hans garð um kynferðisbrot ná allt aftur til tíunda áratugar síðustu aldar. Maðurinn hlaut áminningu árið 2007 eftir að kona sem var til skoðunar hjá honum sagði lækninn hafa boðist til að nudda sníp hennar. Fleiri konur hafa kvartað undan manninum vegna óviðeigandi og kynferðislegrar hegðunar við skoðanir og kom það málinu af stað.

Frosta er ekki stórt sveitarfélag. Þar bjuggu á síðasta ári um 2.700 manns.

Bæjarstjórinn Frode Revhaug segir gott að ákært hafi verið í málinu og segir það hafa lengi legið þungt á íbúum. Maðurinn hefur verið sviptur lækningaleyfinu og sagt upp störfum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Val Kilmer er látinn
Pressan
Í gær

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Í gær

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“