fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

„Ég stundaði skyndikynni á hverju kvöldi í sumarfríinu, nú skammast ég mín“

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 04:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er nýkomin heim úr vikufríi, alein. Ég svaf hjá nýjum manni á hverju kvöldi. Ég sagði sjálfri mér að ég væri bara frjálslynd og að þetta væri ekkert stórmál, en af einhverri ástæðu finnst mér ég vera hálf tóm og niðurdregin.“

Svona hefst grein, sem var birt á vef Metro, eftir konu eina sem leitaði álits kynlífsráðgjafa miðilsins. Næst skrifaði hún:

„Ég hætti með kærastanum mínum, við höfðum verið lengi saman, í júlí. Okkur hafði ekki samið vel en höfðum bókað sumarfrí saman og ég hlakkaði mjög til þess. Og þrátt fyrir að sambandsslitin hafi legið í loftinu, þá var ég að vona að við gætum þraukað þar til eftir fríið.

Því miður hafði hann ekki jafn mikinn áhuga á því og ég og hann sleit sambandinu. Ég reyndi að fá vinkonu mína til að fara með mér í staðinn en það gekk ekki upp og ég ákvað því að fara ein.

Ég hafði aldrei áður farið ein í frí en ég er frekar myndarleg og fjörug og hélt að það myndi vera einfalt að hitta fólk sem ég gæti verið með. En það reyndist ekki vera svo auðvelt á einni viku og á hverju kvöldi fór ég ein á bari. Ég hef aldrei átt í vandræðum með að ná í stráka og þar sem ég elska kynlíf, þá var ekki erfitt að fá þá með mér í bólið.

Ég upplifði margt frábært og þrátt fyrir að ég hafi alltaf verið svolítið drukkin, þá var ég ekki svo drukkin að ég gæti ekki notið þess. Ég var ekki að leita að neinu varanlegu og sagði þeim öllum að ég vildi bara skemmta mér og þeir virtust allir sáttir við það.

Eftir viku var kominn tími til að fara heim en í stað þess að fara endurnærð, og með frjálsræðistilfinningu, upp í flugvélina, þá var ég niðurdregin og skammaðist mín. Ég átti ekki von á að mér myndi líða svona, en ég virðist ekki geta komist yfir þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar