Metro skýrir frá þessu og segir að öll fórnarlömbin hafi verið „alvarlega særð“ þegar lögreglan kom á vettvang og hafi verið úrskurðuð látin skömmu síðar.
Lögreglan segir að hinn handtekni heiti Nicholas Prosper, 18 ára, og hin látnu séu Juliana Prosper, 48 ára, Kyle Prosper, 16 ára, og Giselle Prosper, 13 ára. Miðað við eftirnöfnin má ætla að Nicholas sé sonur Juliana og bróðir Kyle og Giselle.