fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Sjónvarpsstjarna greiddi dæmdum barnaníðingi fyrir að senda sér myndefni

Pressan
Mánudaginn 16. september 2024 15:30

Huw Edwards

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huw Edwards fyrrverandi fréttaþulur og sjónvarpsmaður hjá breska ríkisútvarpinu BBC játaði fyrir dómi að hafa greitt dæmdum barnaníðingi sem sendi honum mikið magn kynferðislegra ljósmynda, þar á meðal af börnum. Hann er þó ekki sagður hættulegur börnum og var dæmdur í skirlorðsbundið fangelsi.

Mikið er fjallað um dóminn í breskum fjölmiðlum í dag. Edwards er vel þekktur í Bretlandi og til marks um hversu sterk staða hans var hjá BBC þá var það hann sem birtist á sjónvarpsskjánum og tilkynnti bresku þjóðinni að Elísabet drottning væri látin. Það var haustið 2022 en um ári síðar komst upp að Edwards hefði átt í ósæmilegum samskiptum við nokkurn fjölda ungs fólks. Edwards var sendur í leyfi frá störfum en sagði sjálfur upp þegar kom í ljós að hann hafði meðal annars verið með myndefni sem vart verður kallað annað en barnaníð, í síma sínum.

Edwards er á sjötugsaldri og játaði að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum en það hafði ekki verið greint frá því opinberlega fyrr en í dag að hann hefði greitt dæmdum barnaníðingi fyrir þetta myndefni. Hinn dæmdi barnaníðingur sem Edwards greiddi heitir Alex Williams en samskipti þeirra áttu sér stað á Whatsapp frá desember 2020 og fram í ágúst 2021.

Í umfjöllun Mirror kemur fram að Williams sendi Edwards alls 377 ljósmyndir af kynferðislegum toga þar af voru 41 af börnum. Ekki kemur fram hversu háa upphæð barnaníðingurinn fékk frá sjónvarpsstjörnunni. Lögmaður Edwards segir að hann hafi ekki greitt Williams í því skyni að fá sent ósæmilegt myndefni. Lögmaðurinn fullyrðir að Edwards hafi sagt barnaníðingnum að senda sér ekki myndir af börnum.

Sé ekki hættulegur

Edwards og fjölskylda hans hafa sagt að hegðun sjónvarpsstjörnunnar megi rekja til alvarlegra geðrænna veikinda.

Við dómsuppkvaðninguna í dag sagðist dómari meðal annars samþykkja það að andleg heilsa Edwards hafi verið afar slæm á þeim tíma sem hann var í samskiptum við barnaníðinginn og að sjónvarpsstjarnan muni ekki eftir að hafa séð barnaníðsmyndefnið og hafi heldur ekki geymt það eða dreift því.

Dómarinn rökstuddi þetta með vísan til geðmats sem Edwards var látinn gangast undir. Hann segir það sína niðurstöðu að Edwards yrði mikil hætta búin í fangelsi og auknar líkur yrðu á því að hann myndi taka eigið líf. Edwards hlaut því 6 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm.

Dómarinn segir að Edwards hafi sýnt iðrun og segir ljóst að hann sé hvorki hættulegur börnum né fullorðnum. Edwards verður þó á skrá yfir kynferðisafbrotamenn næstu sjö árin.

Edwards naut áður mikillar virðingar og trausts í bresku samfélagi en ljóst er eins og dómarinn benti á að orðstír hans er í molum. Fyrrverandi vinnuveitandi hans, BBC, gaf út harðorða yfirlýsingu:

„Hann sveik ekki bara BBC heldur einnig áhorefndur sem treystu honum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist