fbpx
Sunnudagur 15.september 2024
Pressan

Tók viðtöl við 70 foreldra barna sem hafa náð góðum árangri í lífinu – Þetta gerðu þau

Pressan
Laugardaginn 14. september 2024 15:00

Elon Musk, einn ríkasti maður heims

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað eiga frumkvöðlar á borð við Elon Musk, Richard Branson og Ingvar Kamprad sameiginlegt? Er það eitthvað líffræðilegt, erfðafræðilegt eða félagslegt?

Það er erfitt að svara þessu og af þeim sökum ákvað bandaríski rithöfundurinn Margot Machol Bisnow að rannsaka hvort uppeldið skipti máli þegar kemur að árangri afkvæmanna í lífinu. Hún tók viðtöl við 70 foreldra, af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og félagslegum uppruna en allir eiga þessir foreldrar það sameiginlegt að börnin þeirra hafa náð góðum árangri á fullorðinsaldri sem frumkvöðlar eða í störfum þar sem þau hafa áorkað því að breytingar hafa orðið. Hún ræddi einnig við börn fólksins en þau eru öll orðin fullorðin.

Þrátt fyrir að hluti fólksins hafi ekki verið með mikla skólagöngu á ferilskránni, þá segir Bisnow að fólkið eigi það allt sameiginlegt að hafa náð góðum árangri á ákveðnum sviðum. CNBC skýrir frá þessu.

Eftir að hafa rætt við foreldra fólksins lá það ljóst fyrir hjá Bisnow að foreldrarnir áttu allir fjögur atriði sameiginlegt hvað varðar uppeldi barnanna. Fjögur atriði sem virðast mynda grunninn að möguleikum barna að ná langt síðar á lífsleiðinni.

  1. Þeir studdu börnin varðandi ástríðu þeirra.

Af þeim fullorðnu (fólkið sem hefur náð góðum árangri í lífinu), sem Bisnow tók viðtal við, þá hafði enginn þeirra fylgt ástríðu sinni á einhverju eða áhugamáli eftir þegar á fullorðinsaldur var komið nema þeir sem eru listamenn. En allt átti fólkið það sameiginlegt að hafa átt sér áhugamál eða einhverja ástríðu á barnsaldri og höfðu foreldrar þeirra eytt tíma í að styðja það við að leggja stund á þessi áhugamál sín eða ástríðu, meira að segja þótt foreldrarnir skildu þetta ekki.

Bisnow segir að þetta skipti máli varðandi árangur síðar á lífsleiðinni því þegar fólk hafi mikinn áhuga eða ástríðu á einhverjum, þá gangi því betur. Þar sem ástríða þeirra og áhugamál var eitthvað sem fólkið hafði sjálft lagt rækt við með stuðningi foreldra sinna, þá lærði það snemma að trúa á sig sjálft, að það sem það stefndi að gæti heppnast.

  1. Þeir kenndu börnunum að taka ósigrum.

Það fólk, sem Bisnow ræddi við, sem hafði náð mestum árangri voru svokallaðir „Risk Takers“ en það er fólk sem kastar sér út í eitthvað án þess að vita hvort öryggisnet þess virki eða er jafnvel ekki með neitt öryggisnet.

Bisnow komst að því að þau sem voru reiðubúin til að taka mestu áhættuna, voru þau sem höfðu frá blautu barnsbeini fengið að vita að það sé í lagi að taka áhættu og mistakast. Að það sé mjög gott að berjast og vilja takast ætlunarverk sitt og takast það á endanum. En um leið að það sé jafn mikilvægt að gera mistök á þessari leið og læra af þeim. Foreldrarnir, sem hún ræddi við, höfðu allir hvatt börn sín til að láta slag standa til að sjá hvort þeim tækist ætlunarverk sitt.

  1. Þau hvöttu börnin til að vera forvitin og sjálfstæð.

Börn, sem eru hvött til að vera forvitin, læra að sögn Bisnow að ef þau halda áfram að þreifa fyrir sér, þá finni þau lausn á vandanum, þau stækka sjóndeildarhring sinn eða finna nýja leiðir til að gera hlutina á. Foreldrarnir kenndu börnum sínum að spyrja: „Þarf þetta að vera svona?“ og: „Er kannski til betri leið til að gera þetta?“.

Eftir því sem börnin urðu eldri, hættu foreldrarnir að gera hlutina fyrir börnin eða leysa vandamálin fyrir þau en veittu þeim þess í stað stuðning til að leysa hlutina sjálf.

  1. Þau lögðu áherslu á hið góða við að sýna samúð og samkennd.

Flestir þátttakendanna í rannsókn Bisnow lærðu snemma á lífsleiðinni að sýna öðru fólki samúð og samkennd. Fólkið ólst upp í umhverfi þar sem það að hjálpa öðrum og hafa áhyggjur af velferð annarra er eðlilegt.

Foreldrarnir sögðu börnunum aldrei að ríkidæmi sé í sjálfu sér mikilvægt, þrátt fyrir að flest hafi þau orðið efnuð síðar á ævinni.

Bisnow segir að rannsókn hennar sýni að einlæg ósk um að vilja breyta lífi annarra hafi verið hornsteinninn í uppeldisaðferðum barnanna sem náðu síðan góðum árangri síðar á lífsleiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér kostar 440.000 að pissa í sjóinn

Hér kostar 440.000 að pissa í sjóinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára sænskur piltur var sendur til Kaupmannahafnar til að drepa einhvern

16 ára sænskur piltur var sendur til Kaupmannahafnar til að drepa einhvern
Pressan
Fyrir 2 dögum

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bræðurnir dóu í bílslysi 2012 og á föstudag dó systir þeirra í heitum bíl

Bræðurnir dóu í bílslysi 2012 og á föstudag dó systir þeirra í heitum bíl
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það galnasta sem Trump sagði í nótt að mati netverja – „Það sturlaðasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt í kappræðum“

Það galnasta sem Trump sagði í nótt að mati netverja – „Það sturlaðasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt í kappræðum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir