Live Science segir að rannsóknin byggist á yfirferð á sjúkraskýrslum og ná þær yfir 20 ár. Vísindamennirnir fundu tengsl á milli þess að vera með kannabisneysluröskun og fyrrgreindra krabbameinstegunda.
Sjúkraskýrslurnar tilheyra rúmlega 116.000 Bandaríkjamönnum sem eru með kannabisneysluröskun. Talið er að 3 af hverjum 10 kannabisneytendum glími við slíka röskun. Skilgreiningin á þessari röskun er að einstaklingur hafi ekki stjórn á neyslunni og hún valdi vanlíðan og byggi upp þol neytanda sem kallar á meiri neyslu. Neyslan veldur því einnig að neytendur verða ósjálfstæðir og draga sig í hlé.
Þeir sem eru með kannabisneysluröskun eru 3,5 til 5 sinnum líklegri til að fá krabbamein í höfuð eða hnakka en aðrir samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Niels Kokot, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í fréttatilkynningu að þetta sé ein fyrsta rannsóknin og sú stærsta fram að þessu, sem sýnir fram á tengsl krabbameins í höfði og hnakka og kannabisneyslu.