fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Uppruni sögusagnanna um gæludýraát innflytjenda afhjúpaður

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 13:30

Mynd sem stuðningsmenn Trump létu gervigreind útbúa til að sýna meint ástand í Springfield

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forsetaframbjóðandi, og varaforsetaefni hans, JD Vance, virðast sannfærðir um að innflytjendur í Springfield, Ohio, séu að veiða gæludýr nágranna sinna og leggja þau sér til munns. Meðal annars hélt Trump þessu fram í kappræðunum á þriðjudaginn. En hvaðan kemur þessi saga?

Fjölmiðlar hafa nú rakið að svo virðist sem að sagan eigi rætur að rekja til færslu sem birtist í Facebook-hóp sem íbúar Springfield halda úti til að ræða um glæpi og annað slíkt í samfélagi sínu. Þar birtist færsla þar sem kona skrifaði:

„Viðvörun fyrir elskuð gæludýr okkar og nágranna okkar. Nágranni minn tilkynnti mér að vinkona dóttur hennar hefði týnt kettinum sínum. Hún leitaði hans á netinu, dýraathvörfum og í nágrenninu. Dag einn kom hún heim úr vinnunni og um leið og hún steig út úr bílnum og horfði í átt að húsi nágranna sinna, sem eru frá Haítí, sá hún köttinn sinn hengdan upp í tré líkt og fólk gerir við slátrun og nágrannarnir voru að skera köttinn niður til að borða hann. Mér hefur verið sagt að þeir geri þetta líka við hunda og hafa verið að gera það í Snyder garði með gæsir og endur, en þetta seinasta heyrði ég frá landverði og lögreglu. Vinsamlegast fylgist vel með dýrunum.“

Yfirvöld í Springfield hafa gefið út að engar tilkynningar um meint dýraát innflytjenda hafi borist borgaryfirvöldum og ekki heldur tilkynningar um nokkuð dýraníð innan innflytjendasamfélagsins. Borgarstjóri Springfield, Rob Rue, hefur eins reynt að stöðva þessar sögusagnir.

„Sem manneskja, getur þú ímyndað þér hvernig það er að það sé talað svona um þig? Það sem er að gerast hérna er að við erum að leyfa þessum sögusögnum, þessum rógburði, að koma inn í samfélagið okkar og tvístra okkur.“

Blaðamenn frá NewGuard, sem berst gegn upplýsingaóreiðu, hafði samband við konuna sem birti færsluna. Hún heitir Erika Lee og viðurkenndi að hafa skrifað færsluna. Hún tók þó fram að hún væri ekki að lýsa eigin reynslu heldur hefði heyrt söguna frá nágranna. Nágranninn, Kimberly Newton, sagði við blaðamenn að líklega væri hún ekki áreiðanlegasti heimildarmaðurinn þar sem hún þekkti ekki manneskjuna sem átti að hafa misst köttinn sinn. Kattareigandinn væri kunningi vina. „Ég hef engar sannanir,“ sagði Kimberly.

Erika Lee hefur nú eytt færslunni, en henni var upprunalega deilt snemma í þessum mánuði. NBC hefur þó rakið sögusagnirnar aftur til ágúst. Þá hafi nýnasista-hópar birt færslur á miðlum á borð við Telegram og öðrum sem eru vinsælir meðal öfgamanna. Fremstur í flokki fór hópur sem kallar sig Blood Tribe en sá hópur hefur meðal annars skipulagt mótmæli gegn innflytjenda samfélaginu í Springfield. Frá þessum hópum bárust sögurnar yfir á vinsælli miðla og loks birtist áðurnefnd færsla Eriku Lee sem virðist hafa sannfært Trump og félaga um að nú væri kominn fram sönnun fyrir sannleiksgildi sögusagnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum