fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

Það er svo erfitt að segja upp í vinnunni í Japan að ný tegund fyrirtækja blómstrar

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 04:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo erfitt að segja upp starfi sínu í Japan að margir grípa til þess ráðs að fá aðstoð fyrirtækja til þess. Fyrir þetta greiðir fólk sem svarar til um 20.000 íslenskra króna.

Margir Japanar upplifa að yfirmenn þeirra neita að samþykkja uppsögn þeirra, því það er algjörlega úr takti við venjur og hefðir að fólk segi starfi sínu lausu. Þeir, sem segja upp, eru oft hræddir um að valda samfélaginu, sem þeir tilheyra, vonbrigðum. Enda er það reglan í Japan að fólk er í sama starfinu allt lífið.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að talsmenn fyrirtækisins Momuri, sem hjálpar fólki að segja upp, segi að á síðasta ári hafi það fengið 11.000 nýja viðskiptavini.

Momuri, sem þýðir „ég get þetta ekki lengur“ hjálpar viðskiptavinum sínum við að senda uppsagnir, semja við vinnuveitendur og hjálpar þeim að komast í samband við lögmenn ef lagaleg álitamál koma upp í tengslum við uppsögnina.

Það er ekki ólöglegt að segja upp í Japan en það er erfitt því hefðin er að maður sé í sama starfinu alla ævi.

Á síðustu árum hefur verið venja að fólk sé ráðið til starfa ævilangt og að það sýni vinnuveitanda sínum mikla tryggð. Þess vegna er litið niður á fólk sem skiptir oft um starf og mikil skömm tengist því að skipta um starf.

Samkvæmt lögum getur fólk sagt upp en margir vinnuveitendur eru vanir hefðbundnum valdapýramída og vilja ekki leyfa fólki að hætta því þeir hafa eytt tíma og peningum í að þjálfa það. Af þeim sökum sitja margir í sama starfinu, sem þeir vilja eiginlega ekki vera í, af tillitssemi við samfélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins