fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Fjórir fjallgöngumenn fundust látnir á hæsta tindi Alpanna

Pressan
Fimmtudaginn 12. september 2024 07:30

Mont Blanc. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskir björgunarmenn fundu lík tveggja Ítala og tveggja Suður-Kóreumanna nærri toppi Mont Blanc, Frakklandsmegin, eftir að leit hófst að þeim eftir að þeir týndust í slæmu veðri um helgina.

The Independent segir að leitarmenn hafi fundið lík fjallgöngumannanna í 4.700 metra hæð á þessum hæsta tindi Alpanna. Dánarorsök þeirra var ofkæling að sögn embættismanna.

Fjallgöngumennirnir tilkynntu á laugardagskvöldið að þeir væru í vandræðum vegna veðurs. Veðrið var þá enn að versna á svæðinu og því gátu björgunarmenn ekki komist til þeirra úr lofti eða á láði.

Á sunnudagsmorguninn tókst að bjarga tveimur suðurkóreskum fjallgöngumönnum sem voru í 4.100 metra hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við