fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Pressan

Dularfullur hitasjúkdómur hefur orðið mörgum að bana

Pressan
Fimmtudaginn 12. september 2024 04:00

Sjúklingur á indversku sjúkrahúsi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullur hitasjúkdómur hefur orðið að minnsta kosti 11 manns að bana í sjö þorpum í Kutch-héraðinu í Gujarat-ríki á Indlandi. Heilbrigðisyfirvöld hafa útilokað fjölda þekktra veira sem ástæðu sjúkdómsins.

Hindustian Times og The Times of India eru meðal þeirra miðla sem skýra frá þessu.

Segja miðlarnir að mörg börn séu meðal hinna látnu og að 48 ný smittilfelli hafi greinst á svæðinu.

Rushikesh Patel, heilbrigðisráðherra ríkisins, sagði að eftir að fólk smitist þá nái hitinn mjög hættulegu stigi á fimm til sjö dögum og að svo virðist sem þeir hafa látist hafi ekki leitað til læknis fyrr það var um seinan. Hann hvatti fólk til að hunsa ekki sjúkdómseinkennin og leita strax til læknis.

Sjúkdómseinkennin eru hiti, kuldahrollur, hósti og innan nokkurra klukkustunda frá smiti einkenni lungnabólgu, öndunarörðugleikar og nokkrum dögum síðar byrja líffærin að gefa sig.

Í fyrstu var talið að lungnabólga væri það sem veldur þessu en heilbrigðisyfirvöld hafa nú útilokað það. Yfirvöld telja að tengsl séu á milli sjúkdómsins og að á síðustu mánuðum hefur verið mikil úrkoma á svæðinu og mikil flóð hafa fylgt í kjölfarið.

Rannsakað hefur verið hvort sjúkdómurinn sé af völdum fuglainflúensu, svínainflúensu, malaríu og fleiri þekktra veira en svo er ekki. Heilbrigðisyfirvöld segja að ekki sé heldur um sjúkdóm að ræða sem hafi smitast frá dýrum í fólk.

50 læknateymi hafa verið send til svæðisins og 100 einangrunarsjúkrarúmum hefur verið komið upp og 30 öndunarvélar hafa verið fluttar á svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“
Pressan
Í gær

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Halifax

Harmleikurinn í Halifax