fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 20:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hljómar eflaust mjög undarlega í eyrum margra að það sé snjallt að setja ferðatöskuna sína í baðkar eða sturtubotn þegar ferðast er og gist er á hótelum. En með þessu er hægt að draga úr hættunni á að veggjalýs laumi sér ofan í töskuna og fari með heim.

Á síðustu árum hefur færst í vöxt að fólk beri slíka óværu með sér heim úr fríi en það er fjarri því að gaman sé að fá slíka gesti inn á heimilið enda enginn hægðarleikur að losna við þá.

Jens Galby, líffræðingur og meindýraeyðir, sagði í samtali við Newswire að aðalástæðan fyrir því að veggjalýs breiðist út sé að fólk ferðist meira en áður. Þær komist ofan í töskur fólks á hótelum eða öðrum gististöðum. Það sé mikið til vinnandi að losna við að taka ófögnuð eins og þær með heim.

Hann ráðleggur fólki að geyma ferðatöskur sínar inni á baðherbergi á gististöðum, helst í baðkarinu eða sturtuklefanum. „Veggjalýs halda sjaldan til inni á baðherbergi. Þær eru næstum alltaf í rúminu því þær vilja hafa eins stutta leið og hægt er í þann sem þær geta sogið blóð úr. Þú ert maturinn þeirra,“ sagði hann.

Veggjalýs sjúga blóð úr fólki og öðrum dýrum með heitt blóð. Þær sjúga blóð í 5 til 10 mínútur. Fórnarlambið fær rautt bitfar.

Best er að vera með ferðatöskur úr málmi eða plasti því það eru færri samskeyti (saumar) á þeim og yfirborðið er sleipara og þar með er erfiðara fyrir lýsnar að komast ofan í þær.

Ef ekki er hægt að koma ferðatöskunni fyrir inni á baðherbergi er rétt að setja hana á stól eða ferðatöskugrind. „Það heimskulegasta sem þú getur gert er að láta ferðatöskuna liggja opna á rúminu,“ sagði Galby.

Veggjalýs vilja vera nálægt rúmum. Að degi til fela þær sig oft í dýnum, rúmgrindum og sprungum og rifum. Yfirleitt nærri svefnstað þínum. Síðan koma þær úr fylgsnum sínum að næturlagi og sjúga blóð úr þér.

Ef það eru veggjalýs í herbergjum þá er hægt að sjá ummerki eftir þær undir dýnunum eða sænginni. Yfirleitt þá til fóta eða við höfðalagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi