fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Pressan

Bræðurnir dóu í bílslysi 2012 og á föstudag dó systir þeirra í heitum bíl

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra HernandezCazares, móðir þriggja ára stúlku í Kaliforníu, hefur verið ákærð eftir að dóttir hennar fannst látin í bíl fjölskyldunnar í steikjandi hita síðastliðinn föstudag.

Árið 2012 létust tveir synir konunnar og bræður litlu stúlkunnar, 5 og 9 ára, þegar drukkinn ökumaður ók yfir tjald þeirra á tjaldsvæði í Norður-Dakóta.

CBS News greinir frá þessu.

Í slysinu 2012 slasaðist faðir barnanna, Juan Ruiz, einnig og í kjölfarið urðu þau hjónin ötulir talsmenn harðari refsinga vegna ölvunaraksturs.

Í frétt NBC kemur fram að skólayfirvöld hafi látið vita síðastliðinn föstudag þegar enginn kom og sótti fimm ára gamlan bróður litlu stúlkunnar í skólann. Aðstandendur fjölskyldunnar fóru heim til Söndru og komu þá að þeim mæðgum meðvitundarlausum úti í bíl. Stúlkan, Ily Ruiz, var látin en Sandra var flutt á sjúkrahús. Þar kom í ljós að hún var undir miklum áhrifum áfengis og fundust tómar áfengisflöskur í bílnum.

Sandra hefur nú verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi og gæti hún átt þungan dóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“
Pressan
Í gær

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Halifax

Harmleikurinn í Halifax