fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Tannlæknir varar við vinsælum drykk sem getur valdið andfýlu og tannskemmdum

Pressan
Þriðjudaginn 10. september 2024 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannlæknirinn Payal Bhalla segir að kaffidrykkjufólk þurfi að hafa í huga að kaffi geti haft neikvæð áhrif á tannheilsuna, til dæmis geti það valdið blettum á tönnunum og eytt glerungnum.

Express segir að Bhalla bendi á að sýran í kaffi geti eytt glerungnum á tönnunum og þar með hugsanlega valdið því að holur myndast. Þá sé kaffi einnig þvagræsandi og það geti valdið því að fólk verði þurrt í munninum og einnig geti framleiðsla munnvatns minnkað. Það eykur hættuna á tannskemmdum.

Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar tannheilsuna því það gerir sýrur hlutlausar og skolar matarögnum og skaðlegum bakteríum á brott.

Bhalla benti á að ef fólk drekki kaffi hægt, þá geti verið meiri líkur á að tennurnar séu baðaðar í skaðlegum efnum í langan tíma, þar á meðal tanníni. Tannín er efnið sem gerir að verkum að kaffi er dökkt. Það getur fests á glerungnum og valdið því að tennurnar mislitast og fá bletti.

Kaffi inniheldur sýru og því lengur sem hún er í snertingu við tennurnar, þeim mun lengri tíma hefur hún til að eyða glerungnum. Ekki bætir úr skák ef fólk notar sykur út í kaffið sitt, það eru ekki góð tíðindi fyrir tennurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr kínverskur tölvuleikur slær öll met – En undir niðri krauma umdeild málefni og ritskoðun

Nýr kínverskur tölvuleikur slær öll met – En undir niðri krauma umdeild málefni og ritskoðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aðvörunarbjöllurnar hringja á vinsælum ferðamannastað – „Krísa“

Aðvörunarbjöllurnar hringja á vinsælum ferðamannastað – „Krísa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður repúblikana furðar sig á því að fólk tali ekki um lyktina af Trump

Fyrrum þingmaður repúblikana furðar sig á því að fólk tali ekki um lyktina af Trump