Express segir að Bhalla bendi á að sýran í kaffi geti eytt glerungnum á tönnunum og þar með hugsanlega valdið því að holur myndast. Þá sé kaffi einnig þvagræsandi og það geti valdið því að fólk verði þurrt í munninum og einnig geti framleiðsla munnvatns minnkað. Það eykur hættuna á tannskemmdum.
Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar tannheilsuna því það gerir sýrur hlutlausar og skolar matarögnum og skaðlegum bakteríum á brott.
Bhalla benti á að ef fólk drekki kaffi hægt, þá geti verið meiri líkur á að tennurnar séu baðaðar í skaðlegum efnum í langan tíma, þar á meðal tanníni. Tannín er efnið sem gerir að verkum að kaffi er dökkt. Það getur fests á glerungnum og valdið því að tennurnar mislitast og fá bletti.
Kaffi inniheldur sýru og því lengur sem hún er í snertingu við tennurnar, þeim mun lengri tíma hefur hún til að eyða glerungnum. Ekki bætir úr skák ef fólk notar sykur út í kaffið sitt, það eru ekki góð tíðindi fyrir tennurnar.