fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?

Pressan
Sunnudaginn 8. september 2024 13:30

Það er bara að sjóða þær og nota vatnið að því loknu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kartöflur eru líklega á borðum á flestum heimilum í viku hverri. Þær eru kjörið meðlæti með ýmsum mat og einnig kjörinn matur einn og sér eða í kartöflusalat, gratín eða eitthvað allt annað. Þær eru góð uppspretta margvíslegra bætiefni.

En vissir þú að það er hægt að nota vatnið, sem þær eru soðnar í, til ýmissa hluta?

Flestir hella því eflaust bara í vaskinn og hugsa ekki meira út í það en kartöfluvatnið inniheldur „ókeypis elexír“.

Fyrir garðáhugafólk þá er kartöfluvatnið töfravopn. Það er áhrifaríkur illgresiseyðir og lífrænn áburður og því frábært fyrir þá sem vilja ekki nota tilbúin efni í garðinn. Linternaute segir að það að vökva garðinn vikulega með kartöfluvatni geti skilað ótrúlegum árangri á aðeins einum mánuði.

Það er líka hægt að nota kartöfluvatn við þrif! Ef þú bætir volgu kartöfluvatni út í skúringalöginn, þá getur þú náð fram gljáa á flísunum vegna sterkjunnar sem er í kartöfluvatninu. Láttu vatnið liggja á flísunum í tíu mínútur og skolaðu þær síðan með köldu vatni.

Kartöfluvatn er frábært til að þrífa silfur. Dýfðu tusku í kartöfluvatn og strjúktu silfrið síðan með henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við