fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Pressan

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt

Pressan
Sunnudaginn 8. september 2024 13:30

Eyðileggingin var mikil í Tunguska.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nútímaheiminum öðlumst við sífellt meiri skilning á alheiminum með aðstoð tækni og vísinda. En það eru atburðir sem vísindin hafa ekki enn getað skýrt.

Margir myndu kalla þetta yfirnáttúrulega atburði en þetta eru allt frá dularfullu hvörfum til fljúgandi furðuhluta. Flest af þessu er hægt að skýra en það kemur ekki alltaf í veg fyrir að samsæriskenningar blómstri. En það er líka sumt sem ekki tekst að skýra og við erum því eiginlega litlu nær um hvað átti sér stað og af hverjum.

Kenningar hafa verið settar fram um marga þessara atburða en ekki eru allir á einu máli um að þær veiti fullnægjandi skýringar á því sem átti sér stað.

Meðal þeirra atburða sem margir telja að vísindi hafi ekki enn getað skýrt eru þessir:

Roswell 1947 – Dularfullt hrap einhvers fljúgandi hlutar í Roswell í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Í fyrstu var sagt að þarna hefði „fljúgandi diskur“ hrapað til jarðar. Síðar sagði herinn að þetta hefði verið fallhlífareldflaug sem hefði hrapað. Málið hefur verið uppspretta ótal samsæriskenninga og vangaveltna og margir hafa mikinn áhuga á málinu. Málið hefur verið marg rannsakað og yfirvöld hafa haldið því fram að fallhlífaeldflaug hafi hrapað þarna en ekki „fljúgandi diskur“ þá fer því fjarri að allir trúi þessum skýringum og telja þeir hinir sömu að yfirvöld séu að leyna einhverju.

Sprengingin í Tunguska 1908 – Þarna varð gríðarleg sprenging sem eyðilagði um 2.000 ferkílómetra skóglendis. Talið var að loftsteinn hefði hrapað til jarðar en enginn gígur fannst. Vísindamenn eru ekki á einu máli um ástæðuna fyrir sprengingunni en kenningar ná frá loftsteinahrapi til einhvers yfirnáttúrulegs atburðar.

Bermúda þríhyrningurinn – Þetta er stórt svæði í Atlantshafinu þar sem margar flugvélar og skip hafa horfið með manni og mús við dularfullar kringumstæður. Kenningar hafa verið settar fram um að sterkir sjávarstraumar, truflanir á segulsviðinu eða veðurfarsskilyrði hafi valdið þessu. En vísindin hafa ekki enn komist að endanlegri niðurstöðu um hvað á sér stað á svæðinu.

Amtiyville hryllingurinn 1974 – Fjölskylda tilkynnti um yfirskilvitlega atburði og reimleika á heimili hennar í Amityville í New York í kjölfar hræðilegs morðs. Málið hefur verið rannsakað fram og aftur enda því haldið fram að þarna væru draugar og djöflar að verki. Efasemdarmenn telja að þarna hafi verið um blekkingar að ræða og að leikið hafi verið á fólk.

Horfnu ljósin í Fredrick County í Maryland 2002 – Mörg hundruð manns tilkynntu um dularfullt, óþekkt ljós eða skugga í skógi. Margir töldu að hér væri um eitthvað yfirnáttúrulegt að ræða. Þrátt fyrir mikla leit og rannsóknarvinnu, þá hefur enginn sannfærandi skýring fundist á því hvað var á seyði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“
Pressan
Í gær

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Halifax

Harmleikurinn í Halifax