fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Þess vegna kippist þú til rétt áður en þú sofnar

Pressan
Sunnudaginn 8. september 2024 18:30

Mynd/iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur kannski upplifað að þegar þú ert alveg við að sofna, þá vekur líkaminn þig með því að kippast til. Skyndilega kippist handleggur, fótleggur eða jafnvel allur líkaminn harkalega til og þú glaðvaknar.

Þú sofnar líklega fljótt en af hverju kippist líkaminn til þegar við eigum að vera að róast og sofna?

Flestir upplifa þetta og sumir lenda í þessu daglega. Skýringuna á þessu er að finna í lífeðlisfræðinni á bak við svefn og kannski í sögu forfeðra okkar.

Í grein frá danska náttúrufræðisafninu segir að kippir af þessu tagi hafi átt uppruna sinn hjá forfeðrum okkar. Þeir sváfu venjulega uppi í trjám til að vera öruggir fyrir rándýrum og kenningin er að svefnkippirnir hafi þróast sem einhverskonar varnarviðbragð sem átti að hjálpa fólki til að geta gripið skjótt um greinina ef það var við að detta niður.

Þessi kenning þykir vera líkleg og það þykir styrkja hana að svefnkippir herja einnig á fleiri tegundir prímata, til dæmis simpansa og górillur. Þetta er ekki óeðlilegt því margir prímatar sofa í trjám.

En þetta skýrir ekki af hverju hundar kippast til þegar þeir eru að sofna. Þar getur önnur skýringin legið að baki.

Svefn byggist á tveimur stigum, einu með augnhreyfingum og öðru án augnhreyfinga. Fyrra stigið er þegar við erum að sofna. Við skiptum fjórum til fimm sinnum á milli þessara stiga yfir nóttina. Kippirnir eiga sér stað í byrjun fyrra stigsins, þegar augun hreyfast ekki. Þeir geta einnig átt sér stað þegar við skiptum á milli svefnstiganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við