Hásléttur myndast í heimsálfum vegna atburða sem eiga sér stað í mörg hundruð kílómetra fjarlægð djúpt niðri í jörðinni.
Live Science segir að þegar heimsálfur brotni, þá geti miklir klettar risið upp á skilunum þar sem jarðskorpan togast í sundur. Við þessi átök myndast bylgjur í miðjulögum jarðarinnar, möttlinum, sem mjakast hægt og rólega inn á við á tugum milljóna ára. Þetta ýtir undir ris háslétta.
Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature.