Metro segir að Tegan hafi farið með Claire móður sinni á ströndina til að leita að steingervingum. Það er óhætt að segja að þær hafi veðjað hárrétt á hvar á ströndinni væri vænlegt til árangurs að leita að steingervingum.
Á svæðinu, sem þær völdu, koma fótspor eða bein í ljós á um fimm ára fresti. Til dæmis kom heil beinagrind 201 milljón ára gamallar dracoraptor risaeðlu í ljós þar 2014. Þetta var kjötæta, náskyld T-rex.
Tegan fann heil fimm fótspor og voru um 75 cm á milli þeirra. Þetta bendir til að þarna hafi töluvert stór risaðela gengið um.
„Við fórum bara þangað til að sjá hvort við myndum finna eitthvað, við áttum ekki von á að finna eitthvað. Við fundum þessar stóru holur sem líktust risaeðlufótsporum. Mamma tók myndir, sendi þær til safnsins og þetta reyndust vera fótspor eftir hálslanga risaeðlu,“ sagði Tegan.
Enn á eftir að staðfesta hvaða risaeðlutegund gekk þarna um og skildi fótsporin eftir sig en talið er að það hafi verið cameloti sem var risavaxinn jurtaæta.