Spænskir vísindamenn fundu fjöllin og segja að fjöllin hafi verið eyjur sem sukku í sæ og að þetta geti verið það sem kveikti þjóðsöguna um Atlantis.
Live Science hefur eftir Luis Somoza, sem stýrir rannsóknum á eldfjallavirkni við Kanaríeyjar.
Teymi hans fann eldfjöllin, sem voru eyjur áður fyrr að sögn Somoza og eru raunar enn að sökkva. Eldfjöllin þrjú eru óvirk og eru um 50 km í þvermál. Rætur þeirra eru um 2,3 km undir yfirborði sjávar en hæstu tindarnir eru um 60 metra undir yfirborði sjávar.
Vísindamenn skýrðu fjallgarðinn „Mount Los Atlantes“ eftir samnefndu menningarsamfélagi, sem Plató fann upp, sem guðirnir köstuðu í sjóinn til að refsa fólki fyrir siðleysi.
„Þetta voru eyjur áður fyrr og þær sukku, þær eru enn að sökkva eins og þjóðsagan um Atlantis segir,“ sagði Somoza.
Los Atlantes var eyjuþyrping en þegar eldfjöllin á þeim hættu að gjósa, storknaði hraunið og varð þéttara. Það olli því að eyjurnar sukku í sæ. En sumt hefur haldið sér ágætlega á þeim þótt þær séu sokknar í sæ. Samoza sagði að vísindamennirnir hafi séð strendur, kletta og sandsléttur.